Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 85 Tilraun 2. Birkifræ og félagar Áætlaður tími fyrir verkefni Þessi tilraun hefst að hausti þegar fræin eru tínd (eða að vori ef fræ eru til) og lýkur að hausti ári síðar þegar fræ hafa spírað og vaxið yfir sumarið. Ef vilji er fyrir hendi má halda þessu verkefni gangandi í nokkur ár. Upplagt er að vinna það samhliða verkefni 3 um endurheimt birkiskóga. Tilgangur Í þessu verkefni er unnið með fræ af birki og öðrum íslenskum plöntum úr nágrenni skólans og gerðar tilraunir með spírun og vöxt við mismunandi aðstæður. Tilgangur verkefnis er að þið lærið um lífsferil birkisins og annarra íslenskra plöntutegunda og hvað þarf að gerast til að fræin nái að spíra. Fræðsla Lesið kaflann um endurheimt birkiskóga Það verða ekki öll fræ að plöntum og fyrir því eru margar ástæður. Sum fræ lenda út í sjó, sum grafast of djúpt í jörðu, sum ná að spíra en ekki að róta sig, sum eru étin og sum einfaldlega vakna ekki þrátt fyrir fullkomnar aðstæður. Og það er nú ástæðan fyrir því að hvert birkitré framleiðir svona mörg fræ, í voninni að a.m.k. hluti fræjanna verði að trjám. Fræ þurfa að lenda á heppilegum stað (fræset) svo þau nái að dafna. Birkihnúðmý Birkihnúðmý er örlítil mýfluga sem verpir í rekla birkis í byrjun sumars. Lirfa birkihnúðmýs lifir inni í fræinu. Næsta vor hefur lirfan myndað púpu og síðan skríður birkihnúðmý úr púpunni. Fræ sem er smitað af lirfum er ónýtt og spírar ekki. Hægt er að þekkja þessi fræ frá heilbrigðum fræjum því þau eru bólgin og vængirnir litlir og skrýtnir í laginu. Innlend smádýr eru mikilvæg fæða fyrir fugla og hluti af vistkerfi í góðu standi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=