Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 87 3. Birkitilraun Hér verður skoðað hvort birki vaxi hraðar ef fræjum er annars vegar sáð beint út eða hins vegar sáð inni og síðar sett út. Athugið að einhverjir í bekknum gætu þurft að taka birki í pottum í fóstur heima hjá sér í sumarfríinu og vökva af og til svo plönturnar þorni ekki upp. Það má bæta við og gera tilraunir með fleiri meðferðir á fræjunum, t.d. að nota áburð, búa til skjólveggi og fleira. ¾ Safnið birkifræjum að hausti. ¾ Skiptið fræjunum í fjóra hluta og útbúið merkimiða fyrir fjórar tilraunir. Áætlið hve mörg fræ eru í hverjum hluta. ¾ Sáið fyrsta hlutanum á staðinn í nágrenni skólans sem þið völduð og öðrum hlutanum í potta (t.d. eggjabakka eða mjólkurfernur) og setjið á bjartan stað, t.d. vesturglugga. Passið að moldin þorni ekki. ¾ Þurrkið og geymið hina tvo hlutana af fræjunum á köldum stað þangað til næsta vor. Þegar snjóa leysir skuluð þið sá þriðja hlutanum við hliðina á haustfræjunum úti og fjórða hlutanum í potta. Munið að merkja vel hvað er hvað og halda vel utan um allar upplýsingar. Setjið alla pottana (líka þá sem var sáð um haustið) út á skjólsælan og bjartan stað við skólann. ¾ Fylgist með vextinum á þessum fjórum mismunandi tilraunum og skráið hjá ykkur hvernig þeim gengur að vaxa. Hve mikill hluti fræjanna spíraði (var tilgáta ykkar rétt?) og hvenær spíra þau? Mælið spírun og hæð plantna í maí og september. Endurtakið næsta ár. Er munur á milli plantnanna í þessum fjórum hlutum? Hvaða fræ vaxa best, þau sem eru úti eða þau sem sáð var í potta? Af hverju haldið þið að það sé? 4. Til eru fræ ¾ Berið birkifræin saman við aðrar tegundir af fræjum sem þið söfnuðuð. Skoðið lögun þeirra, stærð og lykt. ¾ Hvað er líkt og ólíkt með fræjum af birki, túnfífli, krækilyngi, melgresi, blóðbergi, loðvíði eða reyni? ¾ Sum fræ dreifast með vindi, önnur hafa króka sem festast við dýr (t.d. fjalldalafífill) og enn önnur eru étin af t.d. fuglum og komast á nýjan stað þegar fuglinn kúkar næst. Hvernig haldið þið að fræin dreifist sem þið söfnuðuð? ¾ Prófið að láta þessi fræ spíra og sáið í potta og útisvæði líkt og þið gerðuð með birkifræin í verkefnum 2 og 3.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=