Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 82 ¾ Að lokum skuluð þið strengja snæri á milli horna reitsins, klippa og binda og þá eruð þið búin að afmarka einn reit. Næstu reitir eru lagðir eins út. ¾ Dreifið völdum áburði í reitina (ein skítategund í hvern reit). Passa að dreifa áburði jafnt og vel á allan reitinn. ¾ Skrá skal nafn meðferðar á tréstaura (hornstaur í suðvestri) við hvern tilraunareit (t.d. HS fyrir Hænsnaskít) ¾ Taka skal myndir af hverjum tilraunarreit. Athuga að snúa alltaf í sömu átt við myndatöku á reitum svo hægt sé að taka eins myndir seinna og bera saman. ¾ Ef hægt er að fá lánaðan dróna skulið þið taka loftmynd af vegkanti fyrir og eftir tilraunauppsetningu. Haust: mæling tilraunar Til að fá upplýsingar um hvaða áhrif skíturinn hefur á gróður og jarðveg þurfið þið að gera gróðurmælingar. Þið munuð greina plöntuhópa með tveimur aðferðum sem kallast þekjumælingar og oddamælingar og eru viðurkenndar vísindaaðferðir í plöntuvistfræði. Skrifið niðurstöðurnar á skráningarblað 2. 1. Þekjumæling er framkvæmd með því að horfa á tilraunareitinn og meta hve miklum hluta af reitnum hver planta er á. Ef það er t.d. bara ein lítil hundasúra í reitnum getið þið skráð það sem >5% eða jafnvel 1% en ef blóðberg er út um allt reynið þið að meta þekjuna eftir bestu getu, gæti verið t.d. 50% ef hún þekur helming reitsins eða 25% ef hún þekur fjórðung reitsins. 2. Oddamælingin er framkvæmd með því að leggja málband yfir miðjan tilraunareitinn (austur, vestur) og reka pinna niður á 20 cm millibili. Fyrsta oddamæling er því tekin á 10 cm og næsta á 30 cm og svo koll af kolli út að enda tilraunareits (samtals 10 mælingar). Það er mikilvægt að stýra því ekki hvar pinninn lendir, það má sem sagt ekki reyna að láta hann lenda á einhverju sérstöku. Þetta er sagt til að þið hafið ekki áhrif á hvar pinninn lendir nákvæmlega því annars er þetta ekki lengur nákvæm, vísindaleg tilraun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=