Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 81 Verkefnavinna Gátlisti yfir tæki og tól ¾ Um það bil fimm tegundir af skít eða öðrum lífrænum áburði ¾ Staurar og bönd til að marka reiti ¾ Málbönd ¾ Tjaldhælar ¾ Plöntuhandbækur ¾ Skráningarblað 2. Gæti líka verið í spjaldtölvu og skráð beint inn í Excel ¾ Myndavél eða dróni ¾ Öryggisvesti og varúðarmerki til að hægja á umferð Vor: uppsetning tilraunar Nákvæmni er lykilatriði í vísindum. Án nákvæmni er ekki hægt að treysta niðurstöðum og því nauðsynlegt að vanda sig. Farið varlega þegar tilraunin er sett upp því það má aldrei ganga inn í reitina því það getur haft áhrif á niðurstöðurnar. Ef jarðvegur þjappast eftir að gengið er á hann þá geta plöntur átt erfitt með að spíra og mynda rætur. En þið megið ganga í kringum reitina og því eru búnir til göngustígar á milli. ¾ Mælið út sex 1x2 metra tilraunareiti með eins metra millibili á milli reita svo hægt sé að ganga auðveldlega á milli þeirra. ¾ Setjið einn tréstaur niður fyrir hvern reit. Þessi staur er í horni 1 (suðvesturhorninu) og síðan notið þið tommustokka og málbönd til að mæla fyrir reitunum. Litlir staurar eru settir í hin hornin þrjú. Reka skal staurana niður fyrir frost, eða 50-60 cm niður í jörð, svo þeir lyftist ekki upp um veturinn. Einnig er gott að setja lífræna áburðinn við staurana til að minnka líkur á frostlyftingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=