Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 83 Plöntuhóparnir eru: ¾ mosar, ekki greindir til tegunda ¾ fléttur, ekki greindar til tegunda ¾ grös, starir og sef, ekki greint til tegunda ¾ blómjurtir (t.d. blóðberg og hundasúra), greindar til tegunda ¾ smárunnar (t.d. beitilyng og krækilyng) og runnar (t.d. gulvíðir og loðvíðir), greindir til tegunda. Úrvinnsla ¾ Skráið mælingar í Excel, eða annan töflureikni. ¾ Útbúið tölfræðileg gögn þar sem kemur fram þekja gróðurs og tíðni tegunda í mismunandi reitum. ¾ Útbúið stutta kynningu á tilrauninni frá undirbúningi til niðurstaðna. ¾ Tilraun er svo haldið áfram með því að mæla gróðurþekju á hverju ári (í ágúst) og skrá niðurstöður. Þá bætast smám saman við gögn og hægt að skoða breytingar á milli ára. Framhaldsverkefni ¾ Plöntur á svæðinu. Þið vinnið saman í litlum hópum. Getið þið fundið einhverjar skemmtilegar staðreyndir um plönturnar sem eru á svæðinu? Eru þær algengar eða sjaldgæfar? Hver hópur tekur fyrir nokkrar plöntur, safnar upplýsingum og myndum, býr til glærusýningu og kynnir svo fyrir samnemendum sínum. ¾ Þegar þið hafið mælt í tilraunareitunum í 2-3 ár er gott að staldra aðeins við og skoða árangurinn í samanburði við staðargróðurinn sem er í nágrenninu. Hvaða tegundir eru í staðargróðrinum? Hvaða tegundir vantar í tilraunareitina? Eru tegundir í tilraunareitum sem eru ekki í staðargróðri? Nú mætti skoða það að bæta við í reitina, það mætti skera út litlar gróðurtorfur úr staðargróðri og setja í tilraunareitina, planta birki eða setja niður víðigræðlinga. ¾ Á þessum tímapunkti væri gott að heyra í héraðsfulltrúa Landgræðslunnar og fá ráðleggingar. Ef einhver meðferð virkaði betur en önnur til að líkja eftir staðargróðri þá mætti t.d. setja þá meðferð í framkvæmd á stærri skala og endurheimta vistkerfið upp að veginum. ¾ Bónusspurning: Sumar plöntur hafa meiri áhrif á bata vistkerfa en aðrar. Hvaða plöntutegundir gætu á þessu stigi hjálpað við vistheimtina? (Sjá t.d. bls. 94 í Að lesa og lækna landið).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=