Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 61 Far þessarar tegundar hefur lengi verið nokkuð þekkt, því þetta er sjarmerandi tegund sem margir taka vel eftir en með nýjum gögnum úr eBird verkefninu er far tegundarinnar kortlagt á algjörlega nýjan og mjög myndrænan hátt. Setjið „Ruby-throated Hummingbird“ inn í leitarvélina á þessari síðu og skoðið hreyfimyndina (smellið á abundance animation) af fari þessarar tegundar fráMið-Ameríkuyfir til Norður- Ameríku. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna fuglarnir leggja það á sig að fljúga beint yfir Mexíkóflóa (sjóleiðina) á leið sinni norður en það gæti verið m.a. út af hagstæðum vindum. Þegar fuglarnir fljúga suður á haustin hins vegar, fara flestir landleiðina, yfir Mexíkó, og þá hafa þeir tækifæri til að stoppa oftar og næra sig. Þetta er nýjar upplýsingar sem hefðu ekki verið til ef fjöldi almennra borgara hefði ekki fylgst með fuglunum. Hver einasti punktur á hreyfimyndinni er einn almennur borgari (gæti verið nemandi) sem sá og merkti inn fugl. Undirbúningur Áður en lagt er af stað í fuglaskoðunarferð er gott að vera vel undirbúinn svo hægt sé að greina fuglana í tegundir fljótt og vel. Einnig þarf að vera búið að setja upp eBird appið (smáforritið) og læra á það. Appið er auðvelt í notkun og best að byrja á því að búa til nýjan reikning. Það er ekki nauðsynlegt að vera tengdur netinu þegar smáforritið er notað. Fylgið leiðbeiningum í því og sækið upplýsingapakkann (packs) sem heitir Iceland. Nánari leiðbeiningar og myndband um smáforritið er að finna á heimasíðu eBird. Kynnið ykkur málin heima, eða saman í skólastofu. Opnið eBird appið og smellið á „Start Checklist“ og þá birtist listi yfir þær tegundir sem líklegt er að sjá í nágrenninu. Fuglarnir í eBird appinu eru allir skráðir á ensku þannig að þið skulið undirbúa fuglalista áður en lagt er af stað á vettvang. Skoðið fuglahandbók eða farið inn á Fuglavef Menntamálastofnunar og finnið upplýsingar um þessa fugla, útlit þeirra og hvernig hljóðin í þeim eru. Kynnið ykkur einnig vef Fuglaverndar og þá garðfugla sem eru algengastir í görðum á Íslandi. Þá er allt tilbúið til að skrá fyrstu fuglana inn. Skoðið heimasíðu eBird og kynnið ykkur efnið. Undir flipanum „science“ er að finna mjög flottar hreyfimyndir af fari fugla milli árstíða. Skoðið fuglaskráningar eBird sem hafa verið gerðar á Íslandi. Verkefnavinna 1. Takið þátt í garðfuglaverkefni hjá Fuglavernd og kynnið ykkur þá fugla sem finnast í garðinum ykkar eða í nágrenni skólans. a. Garðfuglahelgi er yfirleitt síðustu helgina í janúar. b. Garðfuglakönnun (vetrarfuglatalning) er í gangi yfir vetrarmánuðina (lok október og fram í apríl). 2. Takið þátt í borgaravísindaverkefninu eBird. a. Farið út í göngutúr og skráið inn í eBird appið alla fugla sem þið sjáið og heyrið í. Athugið að ekki er gott ef sami fuglinn er skráður á sama tíma í mörgum símum. Farið því út í litlum hópum og dreifið ykkur um svæðið. Notið bara einn síma/smáforrit í hverjum hóp. Athugið að það má líka skrá þessar upplýsingar beint í vinnubækur í stað þess að nota smáforritið. Einnig væri hægt að nýta upplýsingar úr garðfuglakönnun Fuglaverndar í þetta verkefni. b. Safnið saman niðurstöðum bekkjarins og setjið niðurstöðurnar upp í töflureikni. Hvaða fuglategund var algengust? Hversu margar tegundir sáust eða heyrðist í? c. Ef verkefnið er endurtekið vikulega eða mánaðarlega má setja niðurstöðurnar upp sem súlurit og fylgjast með tíðni og tegundafjölda yfir lengri tíma. Með þessu móti væri hægt að fylgjast með farfuglum koma á vorin og fara á haustin og einnig fylgjast með breytingum milli ára.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=