Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 60 3. Hópverkefni „Segðu mér og ég gleymi. Kenndu mér og ég man hugsanlega. Leyfðu mér að taka þátt og ég skil.” Kínversk speki Verkefni 1. Fuglaskoðun og borgaravísindi Áætlaður tími fyrir verkefni Þetta verkefni tekur eina kennslustund í undirbúning, eina í gönguferð og 1–2 í vinnslu gagna. Samtals 3–4 kennslustundir í senn. Hægt er að gera verkefnið einu sinni eða endurtaka vikulega eða mánaðarlega yfir skólaárið og jafnvel árlega. Tilgangur Tilgangur þessa verkefnis er að vekja athygli nemenda á fuglum, bæði í náttúru Íslands og erlendis og hvernig þau geta tekið þátt í borgaravísindaverkefnum, þ.e. þegar almenningur hjálpar til við að afla vísindalegra gagna. Þátttaka almennra borgara í slíkum verkefnum er lykilatriði til að fá inn mikið af upplýsingum sem vísindafólk getur svo nýtt í rannsóknir sínar og vöktun á tegundum. Fræðsla Fuglavernd býður upp á borgaralega þátttöku í talningu og athugunum á garðfuglum (þeim fuglum sem sjást í görðum). Einnig er hægt að taka þátt í verkefnum eins og eBird, sem er eitt stærsta borgaravísindaverkefni sem tengist lífbreytileika og það eru 100 milljónir fuglaskráninga á hverju ári um allan heim. eBird er alþjóðlegt verkefni sem stýrt er af fuglafræðingum hjá Cornell Lab of Ornithology í Bandaríkjunum. Verkefnið er byggt á hugmyndafræðinni um borgaravísindi (e. citizen science) þar sem allir geta tekið þátt, hvort sem það er fuglasérfræðingur, venjulegur borgari eða nemandi. Hver einasta skráning skiptir máli. Markmiðið er að safna eins miklum upplýsingum um fugla og hægt er. Hægt er að merkja inn hvaða fuglar sjást hvar og hvenær, halda utan um fuglalistana sína, deila myndum og hljóðupptökum, fá tilkynningar um sjaldgæfa fugla í sínu nágrenni og skoða gögnin á mjög lýsandi og skemmtilegan hátt. Gagnagrunnurinn er það stór að fuglafræðingar sem fá aðgang að gögnum geta fylgst náið með sínum tegundum, stundum í rauntíma. Ef gögn úr verkefninu færu að sýna miklar breytingar í hegðun og fækkun í ákveðnum fuglastofni þá væri hægt að bregðast við og jafnvel fara í vistheimtaraðgerðir. Dæmi: Ruby-throated Hummingbird er örsmá kólibrífuglategund sem er með vetursetu í Mið- Ameríku en flýgur yfir til Bandaríkjanna og Kanada til að verpa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=