Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 62 Verkefni 2. Plöntuskoðun Áætlaður tími fyrir verkefni Þetta verkefni tekur eina kennslustund í undirbúning, eina í vettvangsvinnu og 1-2 í vinnslu gagna. Samtals 3-4 kennslustundir í senn. Hægt er að gera verkefnið einu sinni (að vori eða hausti) eða endurtaka árlega. Tilgangur Tilgangur þessa verkefnis er að vekja athygli ykkar á plöntum, búsvæðum þeirra og hve einstaklingar af sömu tegund geta verið ólíkir. Breytileiki innan tegunda er hluti af lífbreytileika. Fræðsla og undirbúningur Lesið kaflana Lífið er fjölbreytt og Tap á lífbreytileika Áður en lagt er af stað í plöntuskoðunarferð er gott að vera vel undirbúin svo hægt sé að greina plönturnar til tegunda fljótt og vel. Skoðið plöntuhandbók eða farið inn á Plöntuvef Menntamálastofnunar og finnið upplýsingar um helstu plöntur í náttúru Íslands og þær sem líklegt er að finna í ykkar nágrenni. Þá er allt tilbúið til að skrá fyrstu plönturnar inn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=