Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 59 ¾ Skoðið Billion Oyster Project sem er samfélagsverkefni í New York sem vinnur að vistheimt ostrustofnsins við mynni Hudonfljóts í höfninni í New York. ¾ Lítið sem ekkert hefur verið gert í vistheimt í sjó á Íslandi. Veldu íslenskt viðfangsefni (sjávarlífverutegund, landsvæði, vistkerfi) tengt vistheimt í sjó og segðu frá hvað þú myndir vilja að væri gert. Skoðaðu hvað hefur verið gert erlendis og gefðu þér þær forsendur að þú hafir næga peninga í þessar vistheimtaraðgerðir. ¾ Endurreisn urriðastofnsins í Þingvallavatni. Í vatninu eru þrjár fisktegundir, bleikja, urriði og hornsíli. Urriðastofn Þingvallavatns hefur líklega verið einangraður frá sjó í árþúsundir en við stíflugerð árið 1959 töpuðust aðal uppeldis- og hrygningarsvæði urriðans. Talin var hætta á að stofninn yrði ekki sjálfbær til framtíðar og ákveðið var að fara í aðgerðir til að reyna að bjarga stofninum. Lesið kaflann um aðgerðirnar í ritinu Vistheimt á Íslandi (bls 97-98). Segið frá því hvaða endurheimtaraðgerðir voru notaðar í þessu verkefni. ¾ Veljið íslenska plöntutegund, fuglategund eða spendýrategund á válista. Í hvaða búsvæðum finnst þessi tegund? Hverjar eru ástæður þess að tegundin er á válista? Er búsvæðið kannski í hættu? Er tegundin algeng í öðrum löndum eða einnig á válista þar? Hvaða vistheimtaraðgerðir væri hægt að fara í til að bjarga þessari tegund? ¾ Murray áin er lengsta á í Ástralíu, rúmlega 2500 km löng, og rennur í gegnum þrjú fylki. Í yfir 100 ár hefur áin verið notuð sem áveita fyrir ýmsar plantekrur sem þurfa mikið vatn. Þar að auki treysta um 1,25 milljón manns á ferskvatn úr ánni. Síðustu 70 árin hefur það miklu vatni verið veitt úr ánni að hún nær varla að renna til ósa sinna. Heil á er að hverfa þarna næstum því eingöngu fyrir okkur mennina og eins og gefur að skilja hefur þetta haft skelfilegar afleiðingar fyrir lífríki árinnar og vistkerfin þar hafa hrunið. Skoðið Murray ána á korti. ¾ Af hverju skiptir máli að ár og fljót fái að renna alla leið til árósa? Hvaða áhrif hefur það á lífríkið að áin nái ekki að renna alla leið? Hverju þyrfti að breyta til að á eins og Murray áin verði aftur í góðu standi? Hvaða vistheimtaraðgerðir væri hægt að fara í til að bjarga lífríki árinnar? ¾ Finnið dæmi um vörur sem eru hannaðar til að endast ekki. Af hverju ætti framleiðsla á slíkum vörum að vera leyfileg? Er eitthvað hægt að gera í þessu? Hvaða áhrif hefur svona hönnun á náttúruna? Hvað er vistvæn hönnun?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=