Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 56 Frásögn 13. Lífið á ströndinni Byrjið þetta verkefni með að horfa á myndband um leyndarmál sandmaðka. Vissir þú að það er hægt að greina ólíkar tegundir á því hvernig kúkur þeirra lítur út? Sjávarfit og leirur eru þau strandsvæði sem eru sérstaklega vernduð á Íslandi. Sjávarfit eru gróin votlendi efst í fjörunni þar sem flæðir stundum yfir á háflóði og þar vaxa plöntur sem þola salt. Leirur eru flatar og breiðar strandir og virðast við fyrstu sýn bara vera sandur með engu lífi. En þegar betur er að gáð er fullt af skemmtilegum lífverum sem búa í leirum, t.d. sandmaðkar. Sjávarfit og leirur myndast oft innst í vogum og fjörðum þar sem er enginn öldugangur. Ef þið væruð vaðfuglar eða andfuglar (önd, álft eða gæs) þá væru sjávarfit og leirur uppáhaldsstaðirnir ykkar. Þið mynduð ekki verpa þarna því þá myndi sjórinn skola eggjunum í burtu en þið mynduð kannski verpa nálægt því þarna er afskaplega mikill matur. Allskonar ormar, skeljar og annað góðgæti. Það er mikilvægt að vernda þessi svæði því ef þau skemmast þá hafa þessir fuglar minni möguleika á að fæða unga sína. Sjávarfit hjálpa líka til við að vernda landið umhverfis fyrir flóðum. Veljið ykkur málefni eða lífveru sem tengist fjörunni, finnið heimildir, skoðið myndir og myndbönd og segið frá eins og þið viljið. Hér eru nokkrar hugmyndir og vangaveltur sem þið getið skoðað. ¾ Lesið ástarsögu úr fjörunni sem er um tjaldapar sem er aðskilið á veturna en hittist svo í fjörunni á Íslandi á vorin. Lesið líka um spóann Ekéké sem spókar sig á leirum í Afríku á veturna en kemur til Íslands á hverju sumri til að verpa. Hvað eiga þessar fuglategundir sameiginlegt? Hversu mikilvæg eru strandsvæði fyrir þessa fugla? ¾ Skoðið umfjöllun um Vaðhafið sem er grunnt hafsvæði sem nær frá Danmörku til Þýskalands og Hollands. Þar er m.a. að finna mikið af sjávarfitjum og leirum með fjölbreyttu lífríki. Eru þessi strandsvæði svipuð þeim sem er að finna á Íslandi? ¾ Af hverju er mikilvægt að vernda strandsvæði eins og sjávarfitjar og leirur? Eru þessi svæði mikilvæg fyrir okkur mannfólkið? Hvar eru helstu strandfitjar og leirur við Ísland og eru þær í hættu? ¾ Vistheimt á strandsvæðum, sjávarfitjum og leirum er auðveldari og ódýrari en djúpt í sjónum. Hvernig væri hægt að endurheimta sjávarfitjar og leirur sem hafa verið eyðilagðar? Skoðið hvað vísindafólk og almenningur hefur gert til að endurheimta sjávarfitjar í Elkhorn Slough Kaliforníu. Væri hægt að fara í svona vistheimt á Íslandi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=