Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 57 Frásögn 14. Vatnið okkar Mýrar á Íslandi hafa kerfisbundið verið ræstar fram (þurrkaðar) til að gera tún og beitilönd og bændur fengu meira að segja greitt fyrir þetta á 20. öldinni. Þegar bómull og matur eins og hrísgrjón eða ávextir er framleiddur á þurrum svæðum þá þarf einhvern veginn að vökva þessar þyrstu plöntur. Í sumum tilfellum hafa heilu árnar eða stöðuvötnin verið þurrkuð upp til þess. Veljið ykkur málefni eða lífveru sem tengist votlendi eða öðru ferskvatni, finnið heimildir, skoðið myndir og myndbönd og segið frá eins og þið viljið. Hér eru nokkrar hugmyndir og vangaveltur sem þið getið skoðað. ¾ Finnið nöfn sem tengjast votlendi í nágrenni ykkar. Dæmi: mýri, keldur/kelda, flói, veita, fen og fleira. Er votlendið enn þá til eða er búið að þurrka það upp? Væri hægt að endurheimta það eða hluta af því? ¾ Hvernig geta ferskvatnssvæði virkað sem flóðavarnir? ¾ Hvaða plöntur lifa í ferskvatni á Íslandi? Eru einhverjar þeirra á válista? ¾ Af hverju hvarf Keldusvínið sem varpfugl á Íslandi? Væri hægt að endurheimta þessa tegund á Íslandi? Hvernig þá? ¾ Það þarf mörg þúsund lítra af vatni til að framleiða bómull í einn stuttermabol eða gallabuxur. Bómull er að mestu framleidd á þurrum svæðum þar sem veita þarf vatni á. Eitt frægasta umhverfisslys tengt bómull er Aral vatnið í Mið-Asíu sem hefur meira og minna verið þurrkað upp vegna þess að árnar sem renna í vatnið voru notaðar til að vökva bómullar- og hrísgrjónaakra í nágrenni þess. Hvaða áhrif hefur það á lífríki stöðuvatns þegar vatnið minnkar eða hverfur jafnvel alveg? Er hægt að endurheimta vistkerfi sem er algjörlega horfið? Skoðið tilraunir sem gerðar voru til að endurheimta vistkerfi í norðurhluta Aral vatns. Byrjið þetta verkefni með að horfa á þátt Kveiks um votlendi: Af hverju að moka ofan í skurði?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=