Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 55 Frásögn 12. Hafið bláa hafið Byrjið þetta verkefni á að horfa á myndbönd um íslensk kóralrif og þaraskóga. Jörðin er stundum köllum bláa plánetan því meirihluti yfirborðs hennar er þakið vatni og langmest af því vatni er hafið okkar. Hafið hefur alltaf verið mikilvægt fyrir Íslendinga og þeir treysta á fiskveiðar. En það er hægt að taka of mikið úr hafinu og til að koma í veg fyrir ofveiði var sett upp kvótakerfi sem segir til um hversu mikið megi veiða af hverri fisktegund. Eyðing sjávarbúsvæða og súrnun sjávar eru vandamál sem Íslendingar þurfa að fara að takast á við. Veljið ykkur málefni sem tengist hafinu og vistheimt, finnið heimildir, skoðið myndir og myndbönd og segið frá eins og þið viljið. Hér eru nokkrar hugmyndir og vangaveltur sem þið getið skoðað. ¾ Vissir þú að það eru kóralrif við Ísland? Þau eru kannski ekki alveg eins litrík og kóralrifin í hitabeltinu en þau eru mikilvæg vistkerfi. Því miður er búið að eyðileggja mjög mikið af þeim með ósjálfbærum fiskveiðum (botnvörpur sem eru látnar skríða á hafsbotninum). Hvaða vistheimtaraðgerðir væri hægt að fara í til að endurheimta þessi kóralrif? Skoðið verkefni Hafrannsóknastofnunar í sambandi við kortlagningu búsvæða á hafsbotni. ¾ Hvernig er hægt að endurheimta vistkerfi í sjó eins og þaraskóga? Skoðið Kelp forest restoration project verkefnið í suður Kaliforníu og horfið á myndbandið „Life in a Kelp Forest“ sem er á síðunni. ¾ Árið 2008 hrundi ostrueldi á vesturströnd Bandaríkjanna og enginn skildi af hverju. Í ljós kom að súrnun sjávar olli því að litlu ostrulirfurnar gátu ekki búið til kalk og dóu. Þetta varð þess valdandi að miklum fjármunum er nú eytt í Bandaríkjunum við að viðhalda ostrueldi með nýjum aðferðum. Horfið á myndband um vandamál í ostrueldi vegna súrnunar sjávar. Horfið á myndband um vistheimtaraðgerð í Chesapeake Bay þar sem búin eru til ný set/gervirif fyrir ostrur. Horfið á myndband um vísindatilraun sem gerð var til að kanna hvort tómar ostruskeljar geti nýst til að vega á móti áhrifum súrnunar sjávar. Þegar ostruskeljar leysast upp gefa þær frá sér kalsíum og karbónat, svipað og sýrubindandi lyf sem tekin eru við of mikilli myndun á magasýru sem veldur brjóstsviða og bakflæði í okkur mönnunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=