Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 48 Frásögn 5. Tegundir á flakki Byrjið þetta verkefni á að horfa á þátt Kveiks um framandi tegundir: Landnám tegunda verður ekki aftur tekið. Tegundir geta farið á flakk með því að „húkka sér far“ með mannfólki (smádýr í mold, padda í ferðatösku, fræ í skósóla, krabbalirfa í kjölfestuvatni skipa) en stundum eru þær fluttar viljandi á milli svæða af mannfólki. Í gamla daga vissi fólk ekki betur en í dag er vitað að ágengar framandi tegundir geta valdið miklum skaða og eru ein helsta ógnin í heiminum við lífbreytileika. Ágengar framandi tegundir geta verið af öllum stærðum og gerðum, alls kyns plöntur, dýr, smádýr og sjúkdómsvaldandi örverur og sveppir. Veljið ykkur framandi tegund, finnið heimildir, skoðið myndir og myndbönd og segið frá eins og þið viljið. Hér eru nokkrar hugmyndir og vangaveltur sem þið getið skoðað. ¾ Hér eru listar yfir ágengar framandi dýrategundir og plöntutegundir á Íslandi, framandi sjávarlífverur og framandi tegundir í straumvötnum, stöðuvötnum og strandsjó. Hér er listi yfir mögulegar ágengar tegundir á Íslandi. Hvaða aðgerðir er hægt að fara í til að vernda vistkerfi fyrir þessari ágengu lífveru? Eru til dæmi um að hún hafi verið fjarlægð úr vistkerfi annars staðar með góðum árangri? ¾ Grjótkrabbi húkkaði sér far til Íslands með kjölfestuvatni og er orðinn algengur víða. Grjótkrabbinn er stór krabbi sem étur næstum hvað sem er og fjölgar sér mjög hratt. Samkeppnin við aðrar tegundir er orðin mikil og tegundin gæti orðið ágeng hér við land. Lesið um grjótkrabba á Vísindavefnum og aðrar framandi sjávarlífverur á vef Náttúrustofu Suðvesturlands. ¾ Kanínur á Íslandi eru flokkaðar sem mögulega ágeng tegund því þær hafa valdið miklu tjóni erlendis. Lesið greinina: Var rangt af mér að sleppa kanínu í Esjuhlíðum. ¾ Skiptir máli í sambandi við ágengar lífverur ef þær eru krúttlegar eins og kanínur eða fallegar á litinn eins og lúpína? En hvað með framandi ágengar lífverur sem mannfólkinu finnst vera „ljótar og leiðinlegar“, stinga okkur eða valda sjúkdómum? Er auðveldara að eiga við þannig vágesti? ¾ Skoðið maura á Íslandi. Hvernig komust þeir til Íslands?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=