Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 49 Frásögn 6. Samfélagsmiðlar náttúrunnar Byrjið þetta verkefni á að horfa á myndband frá MinuteEarth um hvernig plöntur „tala saman”. Vistkerfi eru svo miklu meira en þær lífverur sem þar búa. Í vistkerfunum eiga sér stað samskipti sem við mannfólkið skiljum ekki vel og lífverurnar eiga sér sína eigin samfélagsmiðla. Ýmsar lífverur senda skilaboð á milli sín með lyktarhormónum og einnig eru flókin samskipti í jarðveginum þar sem sumar plöntur hjálpa hver annarri en aðrar fara í stríð við nágranna sína. Ef þið eigið erfiða nágranna getið þið flutt í burtu en plöntur geta það ekki. Þær eru fastar og verða að gera sitt besta til að lifa af. Þegar vistkerfi hefur hnignað (skemmst) af mannavöldum getur það raskað viðkvæmu jafnvægi sem hefur tekið langan tíma að þróast. Veljið ykkur málefni sem tengist samskiptum lífvera, finnið heimildir, skoðið myndir og myndbönd og segið frá eins og þið viljið. Hér eru nokkrar hugmyndir og vangaveltur sem þið getið skoðað. ¾ Flestar plöntur lifa í samlífi með sveppum og mynda svepprætur sem hjálpa þeim að vaxa og dafna en eru líka einskonar samfélagsmiðlar. Horfið á myndband frá BBC Earth sem sýnir hvað er í gangi undir yfirborðinu. ¾ Á Íslandi hafa fundist vísbendingar um að krækilyng og mosinn hraungambri stundi svokallað bælilíf en það er þegar lífverur gefa frá sér efni sem hafa slæm áhrif á nágranna sína. Hvaða fleiri tegundir stunda bælilíf? ¾ Plöntur geta orðið stressaðar, t.d. ef smádýr byrja að éta lauf þeirra og þá geta þær sent skilaboð til annarra plantna og varað þær við. Smádýr eins og blaðlýs geta líka sent skilaboð sín á milli með lyktarhormónum og varað aðrar blaðlýs við ef þær lenda í árás. Horfið á myndband frá TED-Ed sem sýnir hvernig plöntur verja sig. ¾ Af hverju er jarðvegur svo mikilvægur fyrir samskipti lífvera í vistkerfum á landi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=