Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 47 Frásögn 4. Víkingar og rostungar Rostungar sjást nú sjaldan við Ísland en nýlegar rannsóknir staðfesta að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn í árþúsundir sem varð útdauður á landnámsöld, á tímabilinu 800–1200. Landnámsfólk nýtti rostunga og rostungatennur og hvarf norrænna manna frá Grænlandi á 15. öld hefur verið tengt ofveiði á rostungum. Samband landnámsfólks við íslenska rostunga. Finnið heimildir, skoðið myndir og myndbönd og segið frá eins og þið viljið. Hér eru nokkrar hugmyndir og vangaveltur sem þið getið skoðað. ¾ Af hverju dó íslenski rostungastofninn út? ¾ Hvað eiga rostungar og fílar sameiginlegt? ¾ Hvernig tengdust rostungar norrænu byggðinni á Grænlandi sem hvarf? ¾ Finnið heimildir um tengsl landnámsmannsins Geirmundar heljarskinns við rostunga. ¾ Finnið upplýsingar um stöðu rostunga í heiminum í dag. Hvernig eru búsvæði rostunga í dag og væri hægt að fara í vistheimtaraðgerðir til að stækka stofninn? Gætu rostungar lifað á Íslandi í dag? ¾ Hvernig er staðan á þeim sjávarspendýrum sem nú lifa við Ísland (selir og hvalir)? Gætu þessar tegundir dáið út eins og íslenski rostungastofninn? Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir að fleiri tegundir sjávarspendýra deyi út?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=