Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 46 Frásögn 3. Lífið á norðurslóðum Byrjið þetta verkefni með því að horfa á myndband um tófuna á Hornströndum. Lífverur á Íslandi hafa aðlagast aðstæðum á norðurslóðum og einnig hafa þær þróast á eyju þar sem eru mörg ólík búsvæði og lítil samkeppni. Á Íslandi eru veturnir langir og mildir og sumrin stutt og svöl og það eru alls ekki allar lífverur sem geta lifað við svona erfiðar aðstæður. En þó að það séu kannski ekki mjög margar tegundir á Íslandi miðað við nágrannalöndin, þá eru lífverurnar sem hér búa harðgerðar. Vistkerfin hafa þróað með sér samlífi og jafnvægi á núverandi hlýskeiði ísaldar sem hófst fyrir um 10 þúsund árum síðan. Vistkerfi Íslands eru mjög viðkvæm fyrir breytingum og frá því víkingarnir settust hér að fyrir um 1000 árum hafa orðið miklar breytingar. Veljið ykkur lífveru á Íslandi sem hefur aðlagast lífi á norðurslóðum, finnið heimildir, skoðið myndir og myndbönd og segið frá eins og þið viljið. Hér eru nokkrar hugmyndir og vangaveltur sem þið getið skoðað. ¾ Tófan er eina innlenda spendýrategund Íslands. Allar aðrar spendýrategundir á landi hafa komið með manninum. Tófan heitir mörgum öðrum nöfnum, m.a. melrakki, refur, heimskautarefur, lágfóta og skolli. Hvernig hefur tófan aðlagað sig kuldanum á norðurslóðum? (Vísbending: skoðið eyru, nef og feldinn). Í hvaða ástandi er íslenska tófan í dag? Er tófum á Íslandi að fækka eða fjölga? Í hvaða löndum finnast tófur og er tegundin í sama ástandi alls staðar? Skoðið sérstaklega tófur í Skandinavíu í samanburði við Ísland. Hvernig er hægt að endurheimta tófur á svæðum sem hún hefur horfið af? Eru tófur í hættu á Íslandi? ¾ Melgresi er algeng íslensk planta sem líður vel í sandi, bæði við fjöruna en einnig uppi á hálendi í allt að 1000 metra hæð yfir sjávarmáli. Hvernig var melgresi nýtt hér áður fyrr? Hvað er svona merkilegt við rætur melgresis? Hentar plantan vel í vistheimt? ¾ Skoðið bleikjuna í Þingvallavatni þar sem fjögur afbrigði hafa þróast úr einni tegund á einungis 10 þúsund árum. Hvaða aðstæður valda því að þróun tegunda er svona hröð á Íslandi? Hvernig tengist þetta lífbreytileika?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=