Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 45 Frásögn 2. Lykiltegundir Byrjið þetta verkefni með að horfa á myndband um endurheimt úlfanna í Yellowstone þjóðgarðinn. Þó allar tegundir séu mikilvægar í náttúrulegum vistkerfum sínum hafa sumar tegundir meiri áhrif á vistkerfið en aðrar. Stundum eru þessi áhrif bein og stundum óbein. Þessar tegundir eru kallaðar lykiltegundir. Veljið ykkur lykiltegund, finnið heimildir, skoðið myndir og myndbönd og segið frá eins og þið viljið. Hér eru nokkrar hugmyndir og vangaveltur sem þið getið skoðað. ¾ Úlfar og bjórar eru gott dæmi um lykiltegundir og þegar þær hverfa úr vistkerfum hefur það áhrif á bæði aðrar lífverur og aðra umhverfisþætti. Einnig hafa þessar tegundir mikil áhrif þegar þær koma aftur inn í vistkerfi. Hvaða áhrif hafði endurheimt úlfanna í Yellowstone þjóðgarðinum á vistkerfið og árnar? ¾ Birki er lykiltegund í mörgum íslenskum vistkerfum. Hvernig var birkiskógur á Íslandi við landnám? Hvernig er hægt að endurheimta birkiskóga landsins? Hvaða lífverur lifa í birkiskógum? Hvað gerist þegar birki og fjalldrapi blandast saman? Hvaða gagn gerir birkiskógur í eldgosum? ¾ Skoðið þær tegundir sem eru skilgreindar sem lykiltegundir í sjónum. Dæmi um slíkar tegundir eru krossfiskar. Hvaða tegundir krossfiska lifa við Ísland? Hvað er það við krossfiska sem gerir þá að lykiltegundum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=