Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 44 Frásögn 1. Líf í hættu Byrjið þetta verkefni á að horfa á myndband um íslenska fugla á válista. Líf hefur þróast á Jörðinni í að minnsta kosti 3500 milljónir ára og á þessum tíma hafa þróast ótal tegundir lífvera, þ.e. plantna, dýra, sveppa, frumvera og örvera. Í dag er talið að um ein milljón dýra- og plöntutegunda sé í útrýmingarhættu af mannavöldum. Það er því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að hlúa að þeim lífverum semmaðurinn hefur þrengt að, endurheimta búsvæði þeirra og breyta lifnaðarháttum okkar. Veljið ykkur lífveru í hættu, finnið heimildir, skoðið myndir og myndbönd og segið frá eins og þið viljið. Hér eru nokkrar hugmyndir og vangaveltur sem þið getið skoðað. ¾ Hvort dýrið er krúttlegra, skónefur eða rauðpandan? Af hverju? Skiptir það máli? ¾ Sumar tegundir eru í útrýmingarhættu og mikilvægar í sínu vistkerfi en manninum finnst þær óþægilegar, ljótar eða ómerkilegar. Þetta geta verið plöntur sem stinga, eða dýr sem er vond lykt af eða sem ógna okkur eða finnast á stöðum þar sem við viljum ekki hafa þær. Skiptir máli að dýr í útrýmingarhættu séu krúttleg svo þeim sé bjargað? Er meira gert til að bjarga tegund ef hún er krúttleg (rauð panda), falleg (ýmis brönugrös), stór (nashyrningur) eða tignarleg (tígrisdýr)? Hvað með tegundir í útrýmingarhættu sem eru ekki krúttlegar, fallegar, stórar eða tignarlegar? Er þess virði að bjarga þeim? ¾ Haförnin er stærsti og sjaldgæfasti ránfugl Íslands. Ernir voru ofsóttir og næstum útrýmt á Íslandi þangað til þeir voru friðaðir árið 1914. Lesið um verndum og endurheimt hafarnarstofnsins á Íslandi. Hvaða vistheimtaraðgerðir var farið í til að bjarga íslenska haferninum? Virkuðu þessar aðgerðir? ¾ Heilu vistkerfin geta líka verið í hættu. Skoðið birkiskóga, votlendi og kóralrif sem eru dæmi ummikilvæg vistkerfi í og við Ísland sem eru í hættu. Þegar heilu vistkerfin eru vernduð þá verndast í leiðinni allar lífverurnar sem þar búa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=