Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 41 Náttúran er gott meðal við streitu. Útivist og tengsl við náttúruna dregur úr streitu og eykur vellíðan, það lækkar blóðþrýsting, hjartslátt, vöðvaspennu og framleiðslu streituhormóna. Með því að eyða 20 mínútum í náttúrunni, hvort sem það er göngutúr eða sitja í kyrrð, þá minnkar framleiðslan á streituhormónum. Að taka til aðgerða er ein besta leiðin til að takast á við loftslagskvíða. Takið eitt grænt skref í einu og setjið ykkur markmið um hvernig þið ætlið að hjálpa náttúrunni t.d. á næsta hálfa ári. Aðgerðin þarf ekki að vera stór og hún gæti jafnvel leynst í þessu námsefni. Hér er fullt af hugmyndum sem hjálpa ykkur að gera gagn. Vistheimt er ein besta loftslagsaðgerðin! Munið svo að þó að Jörðin sé að ganga í gegnum erfiðleika, þá má ekki gleyma því að skemmta sér, gleyma sér, hlæja, sinna áhugamálum, eiga samverustundir með vinum og fjölskyldu og hugsa um eitthvað annað.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=