Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 40 Andleg vellíðan og náttúran Loftslagskvíði er tilfinning sem felur í sér kvíða, áhyggjur eða óvissu vegna loftslagsmála. T.d. að Jörðin sé að farast vegna mengunar og loftslagshamfara. Þegar fólk stendur frammi fyrir einhverju sem ógnar því, eins og endalausar dómsdagsspár í fréttum, er ekkert skrítið að það verði kvíðið, vonlaust, dapurt, pirrað eða reitt. Það er hægt að hafa áhyggjur af fleiru en loftslagsmálum og hugtakið umhverfiskvíði nær yfir fleiri umhverfismál eins og tegundir í útrýmingarhættu, eyðileggingu víðerna og ósjálfbæra neyslu. Í stóra samhenginu má þó tengja flest umhverfismál við loftslagsmál. Samkvæmt könnun frá Gallup árið 2020 finna um 20% Ísendinga fyrir umhverfiskvíða. Konur finna frekar fyrir miklum umhverfiskvíða en karlar og yngra fólk frekar en eldra. Þeir sem hafa meiri menntun að baki finna líka frekar fyrir miklum umhverfiskvíða en þeir sem hafa minni menntun. 35% fólks undir 30 ára finnur fyrir miklum umhverfiskvíða. Þegar kvíði er orðinn lamandi getur hann valdið þunglyndi og aðgerðaleysi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=