Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 26 Þegar þarfir Jarðarbúa eru meiri en Jörðin getur gefið okkur þá er talað um ósjálfbærni. Því miður sprengdum við þennan múr í kringum 1970 og við þurfum að finna leið til baka í jafnvægið. Samtökin Global Footprint Network halda utan um þolmarkadag jarðarinnar og reiknar árlega út hvaða dag Jörðin hættir að geta framfleytt jarðarbúum á sjálfbæran hátt. Árið 2020 var það 22. ágúst sem er mun seinna en árin á undan vegna ástandsins í heiminum vegna heimsfaraldurs COVID-19. Það er fyrst og fremst ofneysla þróaðra landa (iðnríkja) sem veldur ósjálfbærni. Við Jarðarbúar þurfum að finna leið þar sem allir hafa það gott á sama tíma og við höldum okkur innan þeirra marka sem Jörðin setur okkur. Það er afar mikilvægt að minnka kolefnis- og vistspor í okkar daglega lífi en á sama tíma er einnig mikill ávinningur í því að endurheimta vistkerfi á Íslandi. desember nóvember október september ágúst júlí júní maí apríl mars febrúar janúar Dagur þolmarka Jarðarinnar 1970–2021 1 jörð 1,7 jörð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=