Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 25 Kolefnisspor og vistspor Það eru til ýmsir mælikvarðar á hve mikil áhrif einstaklingar og heilu þjóðirnar hafa á Jörðina. Kolefnisspor er mælikvarði á magn gróðurhúsalofttegunda sem losnar út í andrúmsloftið við mannlegar athafnir. Lífsstíll einstaklinga hefur mikil áhrif á stærð kolefnisspors hvers og eins og mismunandi lönd stunda ólíka framleiðslu og landbúnað og eru líka með ólíka orkugjafa. Vistspor er annar mælikvarði á þau áhrif sem mannfólkið hefur á Jörðina. Kolefnisspor er ólíkt vistspori að því leyti að kolefnisspor mælir eingöngu áhrif lífsstíls á magn kolefnis í andrúmslofti á meðan vistsporið tekur til mun fleiri þátta. Vistspor er mælikvarði á hve mikið af gæðum jarðar fólk nýtir við neyslu sína og hve miklum úrgangi eða mengun það skilar frá sér. Því meiri sem neyslan er því stærra er vistsporið. Það getur stundum verið flókið að vera ábyrgur neytandi því í kringum okkur eru allskyns upplýsingar um hitt og þetta sem okkur er talin trú um að sé umhverfisvænt og kallast slík markaðssetning grænþvottur. Umhverfisstofnun heldur utan um kolefnisbókhald eða losunarbókhald Íslands á losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Stærstan hluta losunar Íslands á koltvíoxíði má rekja til framræslu votlendis, þegar metan og koltvíoxíð úr votlendi tapast út í andrúmsloftið eftir að það hefur verið þurrkað upp. Þar sem losun frá landnýtingu fellur ekki undir skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum þá fær sú gríðarlega mikla losun ekki mikla almenna umfjöllun. Vistspor

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=