Náttúra til framtíðar

| 40318 | © Landvernd og Menntamálastofnun 2022 | NÁTTÚRA TIL FRAMTÍÐAR 27 Hringrásir Hringrás vatns Í náttúrunni eru margir ferlar samtímis í gangi. Hringrás vatns er slíkt ferli og þegar vistkerfi er í góðu ástandi er hún mjög virk. Þegar rignir á landi, lekur vatnið hægt ofan í jarðveginn og nýtist þeim lífverum sem þar eru. Vatnið gufar svo upp, þéttist og kólnar í háloftunum og fellur aftur niður til jarðar og skapar þannig hringrás. Í vistkerfi sem hefur hnignað eða skemmst hefur vatnshringrásin rofnað. Ef jarðvegur og gróður eru horfin flýtur rigningarvatnið ofan á yfirborðinu og getur valdið flóðum eða, ef undirlagið er t.d. möl og sandur, sígur það svo hratt niður að lífverur í kerfinu ná ekki að nýta það.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=