Næsta stig - Kennsluleiðbeiningar

Þetta námsefni er þróað af Fonden for Entreprenørskab (Frumkvöðlasjóðnum) í Danmörku og þýtt með þeirra leyfi á íslensku. Markmiðið með námsefninu er að veita yfirsýn yfir þau stig sem bekkurinn þarf að fara í gegnum í ferlinu „frá hugmynd til sölu á vöru eða þjónustu“. Kennsluefnið er eins konar vegvísir og verkfærakassi sem hægt er að leita til á öllum stigum í ferlinu. Kennsluefnið er leiðbeinandi og lögð er áhersla á að þú getir sniðið ferlið þannig að það henti sem best í þínu fagi og fyrir þinn bekk. Ferlið fjallar um nýsköpun og frumkvöðlastarf sem miðar að því að fá fram alveg nýjar hugmyndir, sem hafa gildi fyrir aðra og í framhaldinu reyna að raungera hugmyndirnar . Þau fjögur yfirhugtök sem Næsta stig byggir á eru „Þekking og heimsmynd“, „Hreyfing“, „Velferð og samfélag“ og „Tungumál og menning“. Hægt er að nota þessi hugtök á margvíslegan hátt t .d. að ákveða eitt yfirhugtak í upphafi sem hentar fyrir áframhaldandi skref . Það er tilvalið ef nota á Næsta stig í ákveðnu fagi . Í slíkum tilfellum eru sum skrefin heppilegri en önnur . Þetta getur einnig hjálpað til við að tryggja skýran upphafspunkt og getur gert ferlið áþreifanlegra. Önnur leið er að nota þessi fjögur skref til að byrja með vítt sjónarhorn og nota þau öll samtímis í ferlinu. Þannig hafa nemendur frjálsar hendur þegar þeir þróa hugmyndir sínar . Þetta getur hjálpað til við að efla innri hvata hjá nemendum í ferlinu. Óháð því hvernig þú velur að nota stigin fjögur er gott að ákveða í upphafi hvaða leið þú ætlar að fara. Byrjað er á kynningu á því hvernig gott er að hefjast handa og svo koma hlutarnir fjórir : Uppgötvunarstigið, Hugmyndastigið, Sköpunar- og rannsóknarstigið og Þróunarstigið. Uppgötvunarstigið gengur út á að uppgötva í samfélaginu vandamál sem skipta máli . Á þessu stigi er tengslanet og fagleg þekking mikilvæg. Næsta stig er Hugmyndastigið þar sem á að einbeita sér að því að sjá nýja möguleika til að leysa vandamál . Hér skal byrja á hugmyndaflæði og eftir það er gildi hugmyndanna metið. Að lokum eiga nemendur að velja eina hugmynd til að halda áfram að vinna með. Þá kemur Sköpunar- og rannsóknarstigið þar sem nemendur eiga að máta hugmyndina við raunveruleikann og prófa hana. Það gera þeir með því að búa til frumgerð og fá viðbrögð frá markhópnum. Síðasta stigið, Þróunarstigið, krefst aðgerða. Hér eiga nemendur að þróa hugmyndina áfram og koma henni út í samfélagið. Þess vegna verða þeir að íhuga vel mismunandi þætti hugmyndarinnar og setja þá fram í þróunaráætlun. Loks eiga þeir að undirbúa áhrifamikla kynningu sem þeir flytja í lokin. Hvert stig samanstendur af stuttri lýsingu á því sem sjónum er beint að og þeim þáttum sem farið er í auk góðra ráða og viðeigandi æfinga. INNGANGUR

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=