Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

45 BLÓÐRÁSIN 1 Hvað heita æðarnar sem flytja blóðið frá hjartanu? En þær sem flytja það til baka? 2 Hvað heita þær æðar sem flytja næringarefni og súrefni til frumna líkamans? 3 Í hjartanu eru fjögur hólf. Hvað heita þau? 4 Hvert er hlutverk kransæðanna? 5 Lýstu stuttlega leið blóðsins um báðar hringrásirnar. 6 Hvað er átt við þegar sagt er að hjartað sé tvöföld dæla? 7 Hvernig berst blóðið frá fótunum og upp til hjartans? 8 Lýstu því hvernig blóðið skiptist milli mismunandi líffæra í líkamanum. 9 Hvers vegna getur liðið yfir okkur ef við stöndum lengi hreyfingarlaus? Þolið eykst hjá okkur ef við stundum líkamsrækt. Lýstu þeim áhrifum sem þjálfun hefur á hjarta, lungu, blóðrás og vöðva. Hjartað og þolið Þol er mælikvarði á úthald vöðvanna , það er hversu lengi þeir geta starfað. Það byggist fyrst og fremst á því hversu mikið súrefni vöðvarnir geta tekið til sín úr blóðinu. En þol byggist líka á því hversu miklu súrefnisríku blóði hjartað getur dælt til vöðvanna. Súrefnið er nauðsynlegt við brunann sem fer fram í vöðvafrumunum og sér þeim fyrir orku til starfsins. Við mikla áreynslu geta vöðvafrumurnar þurft hundraðfalt meira súrefni en þegar við hvílumst. Hjá ungu og hraustu fólki getur hjartað slegið rúmlega 200 slög á mínútu við mikla áreynslu. Þegar hjartað slær hratt dælir það líka út meira magni af blóði í hverju slagi en þegar það slær rólega. Þetta veldur því að hjartað getur dælt rúmlega fjórföldu magni þegar við reynum mikið á okkur. Þjálfun styrkir líka hjartað og hjarta vel þjálfaðs íþróttamanns getur dælt allt að 40 lítrum af blóði á mínútu. Í hvíld dælir það um fimm lítrum á mínútu hjá meðalmanni. Við getum bætt þol og líkams­ ástand með líkamsrækt. Hjartað og vöðvarnir styrkjast og líffærin taka meira súrefni úr blóðinu. SJÁLFSPRÓF ÚR 3.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=