Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

44 BLÓÐRÁSIN Stjórnun blóðþrýstingsins gerist sjálfkrafa Forsenda þess að blóðið streymi um blóðrásina er að það sé undir þrýstingi. Þessi þrýstingur er það sem við nefnum blóðþrýsting og hann ræðst af því hversu hratt hjartað slær, hve miklu blóði er dælt út í hverju hjartaslagi og af viðnáminu í æðum líkamans. Blóðþrýstingurinn er mestur í ósæðinni þar sem blóðið fer út í stóru hringrásina. Ósæðin greinist svo í sífellt minni slagæðar og blóðþrýstingurinn minnkar eftir því sem fjær dregur hjartanu. Minnstur er blóðþrýstingurinn í bláæð­ unum. Líkaminn stjórnar blóðþrýstingnum sjálfkrafa. Í sumum æðum eru sérstakir þrýstinemar sem greina blóðþrýstinginn. Ef hann er of lágur berast boð til heilans sem örvar þá hjartsláttinn og veldur samdrætti í æðunum. Við það hækkar blóðþrýstingurinn. Vöðvadæla í fótum Blóðþrýstingurinn er mjög lágur í bláæðunum . Vöðvar líkamans eiga þátt í að koma blóðinu til baka frá bláæðum fótanna til hjartans. Þegar við hreyfum okkur þrýsta vöðvar á bláæðarnar í fótunum og við það ýtist blóðið upp á við. Þetta er vöðvadælan . Í bláæðunum eru æðalokur sem varna því að blóðið renni í öfuga átt. Þegar vöðvarnir þrýsta bláæðunum saman getur blóðið aðeins streymt í eina átt, það er að segja upp á við í átt til hjartans. Vöðvadælan þrýstir blóðinu áfram eftir bláæðunum. Lokurnar varna því að blóðið renni til baka. Opin bláæðarloka Lokuð blá­ æðarloka Bláæð Vöðvadæla Hreyfingarleysi getur valdið yfirliði Ef fólk stendur lengi algerlega hreyfingarlaust getur það fallið í yfirlið. Það byggist á því að vöðvadælan starfar ekki ef fæturnir eru ekkert hreyfðir. Þá safnast blóðið fyrir í neðri hluta líkamans. Ef of lítið blóð streymir upp til hjartans verður blóðþrýstingurinn svo lágur að lítið blóð streymir til heilans sem fær ekki nægilegt súrefni. Þá getur liðið yfir okkur. Þegar líður yfir fólk hnígur það oft niður og þegar það er orðið útafliggjandi streymir blóðið betur til hjartans og heilans. Þá rankar það venjulega við sér aftur. Ef þú kemur að einhverjum, sem hefur fallið í yfirlið, getur þú hjálpað honum með því að lyfta fótum hans því að þá eykst blóðflæðið til hjarta og heila. Þú skalt þó alls ekki reyna að reisa upp mann sem hefur fallið í yfirlið fyrr en hann finnur að hann hefur jafnað sig. ÍTAREFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=