Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

46 3.2 blóðið og ónæmiskerfið Blóðvökvi og blóðfrumur Í líkama fullorðins manns eru fjórir til sex lítrar af blóði. Af þeim er rúmur helmingur vökvi sem kallast blóðvökvi . Hann er seigfljótandi og litlaus og er að mestu úr vatni. Í honum eru þó líka steinefni, sykur, prótín og ýmis hormón. Vegna þess að blóðvökvinn getur „lekið“ úr háræðunum berst hann til allra frumna í vefjunum. Tæpur helmingur blóðsins er mismunandi tegundir blóðfrumna (blóðkorna). Flest eru rauðkorn (rauð blóðkorn), en þar eru einnig blóðflögur og hvítkorn (hvít blóðkorn). Allar blóðfrumur myndast í beinmergnum Allar tegundir blóðfrumna myndast í mjúkum kjarna beinanna – í rauða beinmergnum . Á hverri sekúndu myndast milljónir nýrra blóðfrumna. Bæði rauðkorn, hvítkorn og blóðflögur myndast í beinmergnum af sömu upphaflegu frumunum. Þær kallast blóðstofnfrumur . Hvítkornin sérhæfast smám saman og á mismunandi vegu til þess að sinna mismunandi störfum í ónæmisvörnum líkamans. Þessi sérhæfing fer meðal annars fram í litlu líffæri í brjóstholinu sem heitir hóstar­ kirtill . Þannig myndast ýmsar tegundir varnarfrumna sem geta starfað saman og ráðið til dæmis niðurlögum baktería og veira. Blóðið skiptist í blóðvökva og blóðfrumur. Efni úr blóðvökv­ anum komast út úr háræðinni og geta náð til allra frumna í nálægð við hana. Stofnfrumurnar í beinmergnum skipta sér alla ævi og úr þeim þroskast allar tegundir sérhæfðra blóðfrumna. Hvítkorn Rauðkorn Blóðflaga Blóðvökvi Háræðarveggur Hvítkorn Blóðstofn- fruma Rauðkorn Blóðflögur Mismunandi tegundir hvítkorna, meðal annars T-frumur, B-frumur og átfrumur Bein Rauður beinmergur Blóðið og ónæmiskerfið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=