Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

43 BLÓÐRÁSIN Blóðinu er dælt með miklu afli Það krefst miklu meira afls að dæla blóðinu um stóru hring­ rásina en þá litlu. Stóra hringrásin nær til alls líkamans, en sú litla liggur aðeins gegnum lungun. Þess vegna er vöðva­ veggurinn í vinstra hvolfinu miklu öflugri en í hægra hvolf­ inu. Þegar hjartað dregst saman og dælir blóðinu út til lík­ amans eykst þrýstingurinn í ósæðinni og öðrum slagæðum líkamans, til dæmis í handleggjum, fótum og hálsi. Þú getur fundið fyrir þessum þrýstingi sem púlsi eða æðaslætti á úln­ liðnum eða á hálsinum. Í hvíld slær hjartað um 70 sinnum á mínútu. Hjartslátturinn verður örari þegar við reynum á okkur. Í einu hjartaslagi dælir hjartað meira en hálfum desi­ lítra út til líkamans og því dælir það alls um fimm lítrum á mínútu. Hjartað er sístarfandi vöðvi sem hvílist aldrei. Það þarf því mikla næringu og súrefni sem það fær með svokölluðum kransæðum sem greinast um hjartavöðvann. Á myndinni sést hluti af kransæðakerfi hjartans. Það sér hjartanu fyrir súrefni og næringarefnum. Hjartanu er stjórnað með rafboðum Í vegg hjartans eru sérhæfðar vöðvafrumur sem stjórna reglubundnum samdrætti hjartans. Þær senda frá sér rafboð sem valda því að fyrst dragast gáttirnar saman og síðan hvolfin. Þessar sérhæfðu frumur stjórna því líka hversu hratt hjartað slær. Hjartað á það til að slá svolítið óreglulega, það „hoppar í brjóstinu ‟ . Þetta kallast aukaslag og stafar af því að rafboðin eru ekki alltaf í réttum takti. Hjá ungu fólki er þetta nánast alltaf algerlega hættulaust. Sumir hjartasjúkdómar geta leitt til þess að kerfið, sem flytur rafboðin, verður fyrir skaða. Þetta getur valdið truflun í slætti hjartans og í versta falli getur það stöðvast. Þennan vanda má oft leysa með skurðaðgerð þar sem fyrirferðarlitlu tæki, sem sendir frá sér rafboð um hjartað, er komið fyrir. Þetta tæki, sem stjórnar hjartslættinum, kallast gangráður. Á röntgenmyndinni sést gangráður sem hefur verið græddur í brjóstkassa manns. ÍTAREFNI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=