Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

42 BLÓÐRÁSIN Hjartað er tvöföld dæla Hjartað situr milli lungnanna, eilítið vinstra megin við miðju í brjóstkassanum. Ef þú leggur höndina þar yfir geturðu fundið fyrir hjartslættinum. Á hverju ári slær hjartað yfir 30 milljón sinnum og dælir á þeim tíma að minnsta kosti tveimur millj­ ónum lítra af blóði. Þrátt fyrir það er þessi ótrúlegi vöðvi ekki stærri en krepptur hnefi þinn. Hjartað er holur vöðvi með fjórum hólfum – tveimur gáttum og tveimur hvolfum (sleglum). Hægri helmingurinn skiptist í hægri gátt og hægra hvolf. Frá þessum helmingi er súrefnissnauðu blóði dælt til lungnanna um litlu hringrásina. Í vinstri helm­ ingnum eru vinstri gátt og vinstra hvolf. Súrefnisríkt blóð kemur inn frá lungum og því er svo dælt út til alls líkamans um stóru hringrásina. Hjartað er því í reynd tvær dælur sem báðar starfa samtímis. Þegar hjartað er í hvíld streymir blóðið úr gátt­ unum og niður í hvolfin. Lokurnar í ósæð og lungnaslagæðinni, slag­ æðalokurnar, varna því að blóðið renni til baka úr þessum stóru æðum og niður í hjartað aftur. Hvolfin dragast saman samtímis og dæla blóðinu út í slagæðarnar. Hjartalokur milli gátta og hvolfa leggjast aftur og varna því að blóðið fari aftur upp í gáttirnar. Lokur varna því að blóðið streymi í ranga átt Hægra og vinstra hvolf dragast saman samtímis og dæla blóði inn í lungnaslagæðina og ósæðina. Til að koma í veg fyrir að blóðið renni aftur upp í gáttirnar eru sérstakar lokur milli gátta og hvolfa. Þær nefn­ ast hjartalokur og þær lokast þegar hvolfin dragast saman og dæla blóðinu út í slagæðarnar. Milli hvolfanna og stóru slagæðanna, sem liggja frá þeim, eru líka sérstakar lokur sem kallast slagæða­ lokur . Þær opnast þegar blóðinu er dælt út úr hvolf­ unum og lokast þegar þau hvílast og fyllast nýju blóði sem kemur úr gáttunum. Ef hlustað er á hjartað með hlustpípu má heyra þegar lokurnar skella aftur á mismunandi tíma. Holæð Ósæð Holæð Hjartalokur Hægri gátt Vinstri gátt Vinstra hvolf Hægra hvolf Lungnabláæðar frá lungum Slagæðalokur Lungnaslagæðar til lungna

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=