Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

41 BLÓÐRÁSIN Litla og stóra hringrásin Hjartað er í rauninni tvöföld dæla, annars vegar vinstri hjartahelmingurinn og hins vegar sá hægri. Þetta veldur því að við höfum tvöfalda blóðrás: litlu hringrásina og stóru hringrásina. Hægri helmingur hjartans dælir blóðinu út í litlu hringrásina . Hún liggur gegnum lungun, þar sem blóðið tekur upp súrefni og lætur frá sér koltvíoxíð. Síðan streymir súrefnisríkt blóðið til baka til vinstri helmings hjartans. Stóra hringrásin hefst þar sem vinstri helmingur hjartans dælir súrefnisríku blóði út í stærstu æð líkam­ ans, ósæðina . Hún greinist síðan í æ grennri slagæðar sem tengjast loks háræðunum. Háræðarnar skila súrefni og næringarefnum til frumnanna og taka til sín koltvíoxíð og ýmis önnur úrgangsefni frá frumunum. Blóðið er nú orðið súrefnissnautt og streymir áfram eftir bláæðum sem sameinast loks í tvær stórar holæðar . Þær flytja blóðið til baka í hægri helming hjartans. Þá hefst litla hringrásin á ný og þannig koll af kolli. Blóðið berst til allra líffæra Í stóru hringrásinni fer hluti blóðsins um smáþarmana. Þar taka háræðarnar í veggjum þarmanna upp næringar­ efnin sem eru síðan flutt til allra frumna líkamans. Annar hluti blóðsins fer gegnum lifrina . Þar eru sum næringarefnin tekin og geymd til betri tíma og skaðleg efni eru gerð skaðlaus. Sá hluti blóðsins, sem fer um nýrun , er hreinsaður og þau úrgangsefni, sem eru tekin úr blóðinu, eru síðan losuð úr líkamanum með þvagi. Þegar við hvílumst fara um 25% blóðstreymisins til smáþarmanna, um 20% til nýrnanna og um 15% til heilans. Líkaminn getur stýrt blóðstreyminu og breytt því eftir þörfum. Þegar við erum nýbúin að borða fer til dæmis meira blóð til smáþarmanna en venjulega. Ef við reynum á okkur eykst streymi blóðs til vöðvanna og rannsóknir benda til þess að blóðstreymi aukist um heil­ ann við mikil heilabrot og einbeitingu. Blóðið rennur hægt um háræðarnar. Það verður að hafa nægan tíma til þess að taka upp hin ýmsu efni og láta önnur frá sér. Í æð­ unum sjást rauðkorn. Allar aðrar frumur líkamans Litla hringrásin Stóra hringrásin Lungu Hægri hjarta­ helmingur Holæð með súrefnis­ snauðu blóði Nýru Lifur Smáþarmar Vinstri hjarta­ helmingur Ósæð með súrefnis­ ríku blóði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=