Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

116 Sáðblaðra Sáðrás Þvagblaðra Blöðruhálskirtill Typpi Risvefur Kóngur Forhúð Eistnalyppa Eista Pungur Endaþarmur Þvagrás Þekktu líkama þinn Að uppgötva líkamann Það fylgir því að vera ungur að líkaminn breytist ótrúlega mikið, bæði hið innra og ytra. Nauðsynlegt er að vita hvernig líkaminn lítur út og hvernig hann starfar til þess að skilja það sem gerist. Flest börn fara einhvern tíma í læknisleik og skoða líkamann. Börn eru ekki gömul þegar þau uppgötva að það getur verið gott að fitla við kynfærin. Margir fullnægja kynhvöt sinni á þann hátt með því að fróa sér , þegar kynþroski hefst. Það er al- gerlega skaðlaust og getur verið ágæt aðferð til þess að kynnast líkamanum. Það getur líka verið þáttur í ánægjulegu kynlífi. Kynfæri stráka Á unglingsaldri byrja kynkirtlar stráka, eistun, að mynda milljónir sáðfrumna á hverjum sólarhring. Eistun eru í pungnum, húðpoka fyrir neðan typpið, því að líkamshitinn er of mikill fyrir sáðfrumurnar inni í kviðarholinu. Sáðfrumurnar eru kynfrumur karla. Þær eru geymdar í eistnalyppunum sem eru utan á eistunum og inni í pungnum. Þegar sáðfrumurnar taka að myndast fá strákarnir sáðlát. Sáðfrumurnar koma út um typpið og þá er talað um „að fá úr honum“. Það gerist þegar strákar fróa sér en getur líka gerst í svefni. Þá er talað um blauta drauma . Þegar strákar fá sáðlát í fyrsta sinn eru þeir orðnir kynþroska og geta orðið pabbar. 6.2 Þegar strákum stendur Fremsti hluti typpisins kallast kóngur (reðurhúfa) og er mjög næmur fyrir snertingu. Þegar strákar verða fyrir kynferðislegri örvun fyllast svokallaðir risvefir í typpinu af blóði. Þá stækkar typpið, verður stinnt og rís þannig að nota má það við samfarir. Stækkunin kallast standpína eða reisn. Forhúðin hlífir kónginum. Strákar þurfa að gæta þess sérstaklega að þrífa typpið vel undir forhúðinni daglega. Undir forhúðinni myndast efni, reðurfarði , sem líkist kremi og smyr forhúðina. Ef þrifnaði er ábótavant getur þessi farði farið að lykta illa og jafnvel leitt til sársauka- fullrar sýkingar. þekktu líkama þinn Þannig líta sáðfrumur út í smásjá.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=