Mannslíkaminn - Litróf náttúrunnar

KYNLÍF OG KÆRLEIKUR Kynfæri stelpna Kynfrumur stelpna heita egg (eggfrumur). Þegar við fæðingu er mikill fjöldi óþroskaðra eggfrumna í báðum kynkirtlum stelpna, eggjastokkunum . Um það bil 400 af þessum eggfrumum ná að þroskast á ævi hverrar konu. Þegar stelpur verða kynþroska á unglingsaldri þroskast yfirleitt ein eggfruma á hverjum mánuði og losnar úr öðrumhvorumeggjastokknum. Eggrásarkögrið grípur eggið sem færist eftir eggrásinni og inn í legið . Ef sáðfruma frjóvgar ekki eggið meðan það er á leið sinni eftir eggrásinni niður í legið hverfur það út um leggöngin . Eggið er mjög lítið og gagnsætt og vegna þess verður ekki vart við það. Hjá flestum stelpum eru leggöngin lokuð að hluta rétt innan við opið með slímhúðarfellingu sem heitir meyjarhaft . Þetta haft rofnar yfirleitt í fyrstu samförum, en getur líka rofnað fyrr, t.d. við iðkun íþrótta. Í sumum menningarsamfélögum þykir það mjög brýnt að meyjarhaftið sé órofið á brúðkaupsnóttinni – að konan sé hrein mey. Næmur snípur Umhverfis op legganganna eru ytri og innri skapabarmar sem geta verið mismunandi að stærð. Þessi líkamshluti kallast oft einu nafni píka . Þeir ytri eru yfirleitt hærðir og klæddir húð, en þeir innri eru klæddir slímhúð. Ofan við þvagrásaropið, þar sem innri skapabarmarnir koma saman, er snípurinn , lítið líffæri um einn sentimetri á lengd. Í snípnum eru risvefir af sömu gerð og í typpi. Snípurinn er mjög næmur fyrir kynferðislegri örvun, eins og typpi stráka. Hægt er að nota spegil til þess að sjá hvernig hann lítur út. Sjálfhreinsandi leggöng Stelpur þurfa að þvo sér daglega til að komast hjá vondri lykt og sýkingu. Ekki á að þvo eða hreinsa leggöngin að innan. Kirtlar í slímhúð legganganna mynda vökva, útferð , sem held- ur skaðlegum bakteríum niðri. Stelpur þurfa líka að gæta þess þegar þær skeina sig að saur- bakteríur færist ekki frá endaþarmsopinu að opi þvagrásarinnar. Þessar bakteríur geta valdið þvagrásarsýkingu og blöðrubólgu . Eggjastokkur Eggrás Leg Þvagblaðra Legháls Innri skapabarmar Leggöng (skeið) Endaþarmur Snípur Ytri skapabarmar Þvagrásarop Leggangaop Innri skapabarmar Ytri skapabarmar Endaþarmsop Snípur Eggrásarkögur 117

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=