Maður og náttúra

95 ERFÐIR OG ERFÐAEFNI Stúlka eða strákur? Í líkamsfrumum karls er eitt litningaparið öðru- vísi en öll hin; litningar þess eru ekki eins, heldur er annar X-litningur og hinn Y-litningur og þeir eru ólíkir í útliti, til dæmis misstórir, og þeir innihalda ekki eins gen. Þeir kallast einu nafni kynlitningar . Minni kynlitningurinn er kallaður Y-litningur og í honum eru þau gen sem valda því að úr okfrumunni þroskast einstaklingur sem verður drengur. Það eru kynlitningarnir sem ákvarða kyn hvers einstaklings. Frumur konu innihalda 22 pör litninga og svo eitt par kynlitninga, sem er XX. Frumur karls hafa sams konar 22 pör litninga og eitt par kynlitninga, en nú er parið XY. Kynið ræðst af því hvers konar sáðfruma nær fyrst til eggfrumunnar og frjóvgar hana. Helmingur sáðfrumnanna hefur Y-litning og hinn helmingur- inn X-litning. Í öllum eggfrumum konu er einn X-litningur. X X X Äggceller Spermier 44 + XX icka 44 + XY pojke 44 + XX icka 44 + XY pojke Kvinna Man 22 + X 22 + X 22 + X 22 + Y Y Reitataflan sýnir hvort afkvæmið verður drengur eða stúlka. Þú átt engan þinn líka Hver einstaklingur fær í arf samsetningu af litningum frá móður sinni og föður. Samsetning litninganna getur verið á næstum því óendanlega marga vegu. Litningarnir skiptast strax í upphafi af handahófi milli kynfrumnanna í rýriskiptingunni. Litningapörin eru 23 talsins og því geta litningarnir raðast saman á um það bil átta milljón vegu og það þýðir að kynfrumurnar geta verið af átta milljón mismunandi gerðum. Við frjóvgunina margfaldast enn hugsanlegur fjöldi mismunandi samsetninga litninganna svo að það er ekki skrýtið að systkini verða aldrei nákvæmlega eins. Karl og kona geta sem sagt raðað litningum sínum saman á 64 000 000 000 000 mismunandi vegu. Þú átt svo sannarlega engan þinn líka! ÍTAREFNI Karl Sáðfru ur Eggfrumur 44 + XX stúlka 44 + XX stúlka drengur 44 + XY drengur Kona

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=