Maður og náttúra

94 ERFÐIR OG ERFÐAEFNI Kynfrumur verða til við sérstaka frumuskiptingu Lífverur, sem fjölga sér með kynæxlun, hafa tvö eintök af öllum litningum í líkamsfrumum sínum. Litningarnir eru ávallt í pörum. Í frumum mannsins eru 46 litningar, 23 litningar eru komnir frá móður og 23 frá föður. Þess vegna hefur hver fruma mannslíkamans 23 pör litninga. Kynfrumur okkar eru þó undantekning frá þessu, því að þær hafa helmingi færri litninga, það er að segja 23 litninga. Kynfrumurnar myndast í sérstakri frumuskiptingu sem er ólík jafnskipt- ingunni að því leyti að fjöldi litninga helmingast. Þessi frumuskipting kallast rýriskipting eða meiósa . Forliðurinn rýri- merkir að eitthvað minnkar og vísar til þess að í skiptingunni verða til egg- eða sáðfrumur sem hafa helmingi færri litninga en fruman sem skipti sér í upphafi. Í hverri egg- eða sáðfrumu er einn stakur litningur af hverri gerð, ekki par eins og í venjulegum frumum. Litningapörin myndast á ný við frjóvgunina Við frjóvgun sameinast 23 litningar eggfrum- unnar 23 litningum sáðfrumunnar. Frjóvgaða eggfruman fær þá aftur 46 litninga. Litningarnir eru aftur í pörum – annar helmingurinn frá föð- urnum og hinn helmingurinn frá móðurinni. Samsetning litninganna frá föður og móður er aldrei eins, þótt þau eignist annað barn verður samsetningin aldrei aftur sú sama. Frjóvað egg kallast okfruma og er fyrsta fruma hvers einstaklings. Okfruman skiptir sér nú með jafnskiptingu og verður að tveim- ur, síðan að fjórum og þannig koll af kolli. Við frjóvgun hjá mönnum sameinast 23 litningar eggfrumunnar og 23 litningar sáðfrumunnar og til verður nýr einstaklingur, ólíkur öllum öðrum. Í hverri frumu mannslíkamans eru 46 litningar, 23 pör. Í litningapari númer 23 eru svokallaðir kynlitningar, X- og Y-litningarnir. Myndin sýnir litninga í frumu konu og hvítur hringur hefur verið dreginn um X-litningana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=