Maður og náttúra

96 ERFÐIR OG ERFÐAEFNI Tvíburar Stundum eignast konur tvíbura. Oftast er það vegna þess að tvær eggfrumur hafa frjóvgast samtímis og af tveimur mismun- andi sáðfrumum. Þá fæðast tvíeggja tvíburar og þeir eru ekkert líkari hvor öðrum en hver önnur systkini. Á sama hátt geta fæðst þríburar, fjórburar og svo framvegis. Ein frjóvguð eggfruma getur hins vegar líka orðið að tví- burum. Það byggist á því að frjóvgaða eggfruman skipist í tvær og frumurnar aðskiljast. Hvor frjóvgaða eggfruman um sig verður þá að sjálfstæðum einstaklingi. Eineggja tvíburar hafa nákvæmlega eins gen og eru erfðafræðileg spegilmynd hvor af öðrum. Sá litli munur sem verður á þeim síðar stafar af því að umhverfið verkar mismunandi á þá. Umhverfið verkar aldrei nákvæmlega eins á tvo einstaklinga, jafnvel þótt þeir séu eineggja tvíburar og nánast eins í upphafi. 1 Hversu margir litningar eru í hverri líkamsfrumu okkar? 2 Hversu margir litningar eru í hverri kynfrumu – eggfrumu og sáðfrumu? 3 Hvernig eru kynlitningar konu táknaðir og hvernig táknum við kynlitninga karls? 4 Hvar fer jafnskipting (mítósa) fram? 5 Hvers vegna er nauðsynlegt að sumar frumur skipti sér með rýriskiptingu (meiósu)? 6 Hvað ræður því hvort drengur eða stúlka þroskast úr frjóvgaðri eggfrumu? 7 Lýstu nokkrummikilvægum skrefum við jafnskiptingu. 8 Hvers vegna eru tvíeggja tvíburar ekkert líkari hvor öðrum en hvaða önnur systkini sem er? Lífverur fjölga sér á mismunandi vegu. Nefndu dæmi um lífverur sem fjölga sér kynlaust með skiptingu og um lífverur sem fjölga sér með kynæxlun. Hver er helsti munurinn á þessu tvennu? Stúlkurnar á myndinni eru tvíburar. Þrátt fyrir það eru þær ekki nákvæm eftirmynd hvor annarrar. Hvers vegna ekki? Þannig verða tvíburar til. SJÁLFSPRÓF ÚR 4.2 Eineggja tvíburar Tvíeggja tvíburar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=