Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla

Limrur | © Menntamálastofnun 2018 | 40605 3 Inngangur Limra heitir bragarháttur sem er tiltölulega nýr í íslenskum kveðskap. Limran var vinsæl í Bretlandi á 18. öld og barst þaðan meðal annars til Bandaríkjanna. Ótölulegur grúi er til af limrum á ensku. Skoðum eitt dæmi: There was a young lady named Bright, Who traveled much faster than light. She set out one day In a relative way And returned on the previous night. Limrur voru fyrst ortar að einhverju marki á Íslandi um og eftir miðja 20. öld. Formið fengum við frá Bretum eins og fyrr segir en til að þetta nýja bragform festist hér í sessi varð þó að bæta inn stuðlasetningarreglum sem löngum hafa verið ómissandi í íslenskum kveðskap. Skoðum dæmi (ljóðstafir feitletraðir): G rósser Ó. G lerson & Plast fékk í g ær nokkuð merkilegt kast: allir, hvert sem hann sneri voru´úr g agnsæju g leri – nema g leraugun, í þeim var plast. (Þorsteinn Valdimarsson) Í þessu litla kveri munum við skoða limrurnar og kynna okkur reglur um það hvernig þær eru settar saman. Þær reglur eru ekki flóknar né margar. Reiknað er með að þeir sem læra þetta kver hafi áður unnið með bókina Bragfræði fyrir unglingastig grunnskóla . Þar er farið yfir helstu reglur um stuðlasetningu og hér verður að einhverju leyti byggt á þeirri vitneskju auk þess sem nokkur atriði verða rifjuð upp og skýrð. Í þeirri bragfræði sem þið hafið lært hefur allt verið miðað við vísur sem ortar eru undir rímnaháttum. Þær vísur byggjast á því að hver kveða er tvö atkvæði (með einstaka undantekningum). Í limrum er langoftast önnur hrynjandi. Venjan er sú að kveðurnar í limrunum séu þrjú atkvæði og forliðir þar eru stærri og fyrirferðarmeiri en þið hafið áður séð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=