Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla

40605 Íslenskur kveðskapur á sér sögu sem rekja má allt aftur fyrir landnám. Hinn forni kveðskapararfur byggist á bragreglum sem nú á dögum eru hvergi til í lifandi máli nema hér á Íslandi. Í þessari bók er að finna leiðbeiningar við gerð á limrum. Limrur eru upprunnar í Bretlandi. Þær bárust hingað til lands um miðja síðustu öld og hafa náð hér fádæma vinsældum. Formið hjá okkur er eins og hjá Bretum en við höfum bætt við hinni fornu stuðlasetningu og bókin fjallar að stórum hluta um regluverkið sem fylgir ljóðstöfunum. Höfundur bókarinnar er Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Hann er doktor í íslenskum fræðum. Hann skrifaði einnig bókina Bragfræði fyrir unglingastig grunnskóla sem kom út hjá Námsgagnastofnun árið 2011.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=