Limrur - Fyrir unglingastig grunnskóla

Limrur | © Menntamálastofnun 2018 | 40605 22 5. KAFLI Limrur, limrur, limrur Skoðið nú limrurnar sem hér fara á eftir, skiptið þeim í kveður, merkið forliði og stúfa og dragið hring um ljóðstafi. Veljið svo nokkrar til að læra utanbókar. 5A Skyti Hvert skreppur öndin úr öndunum hvíslar andlegt hugboð að skytanum og hann litast um yfir engjunum með öndina´ í hálsinum. (Þorsteinn Valdimarsson) 5B Tár Þar sem lækurinn rann og rann drúpti rós og lækurinn fann alveg niður í ós er hin rauða rós felldi regndropa niður í hann. (Þorsteinn Valdimarsson) 5C Þrösturinn settist á þúfuna (þessi með lausu skrúfuna), sprengmóður, sveittur og spurði mig þreyttur: „Hvar er þessi engill með húfuna?“ (Páll Jónasson) 5D Uppivaðsla Hún var skiljanleg heiftin í hananum þegar hæna ein brá út af vananum og gjörði svo vel að ganga með stél sem var stærra en stélið á hananum. (Jónas Árnason) Ordskyringar: skyti – sjá sem skýtur, veiðimaður drúpa – lúta höfði, beygja höfuðið fram á við heift – reiði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=