Lífheimurinn

9 LÍFIÐ Á JÖRÐINNI Hestar og asnar eru hins vegar ekki af sömu tegund. Þeir geta þó átt afkvæmi saman. Afkvæmið kallast múldýr ef móðirin er hryssa og faðirinn asni, en múlasni ef móðirin er asna og faðirinn hestur. Múldýr og múlasnar eru ófrjó dýr og geta því ekki eignast afkvæmi. Ef mis­ munandi tegundir eignast saman afkvæmi er afkvæmið nefnt kynblend­ ingur , bæði hjá dýrum og plöntum. Til eru mörg kyn hunda. Þau tilheyra hins vegar öll sömu tegundinni, Canis familiaris – tamda hundinum. 1 Nefndu dæmi um nokkrar mismunandi tegundir lífvera. 2 Nefndu nokkur helstu svið líffræðinnar. 3 Hvað heitir græna litarefnið í plöntum? 4 Um hvað fjallar: a) atferlisfræði, b) erfðafræði? 5 Lýstu (gjarna með teikningum) helsta muninum sem er á plöntufrumu og dýrsfrumu. 6 Hvers vegna geta hundar og kettir ekki eignast afkvæmi saman? 7 Hvað er það sem einkennir lífverur helst? 8 Segðu frá líffræðingnum Carli von Linné. Báru plöntur og dýr engin nöfn áður en Linné kom til sögunnar? Hver er helsti kosturinn við kerfi Linnés? SJÁLFSPRÓF ÚR 1.1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=