Lífheimurinn

10 1.2 Líf finnst í ýmsum myndum nánast alls staðar á jörðinni. Fjölbreytileikinn er einna mestur í regn- skógunum. Líf finnst alls staðar Líf hefur þrifist á jörðinni í nokkra milljarða ára. Fyrstu lífverurnar lifðu líklegast í hafinu eða djúpt í jarðvegi. Ekki er vitað með vissu hvernig lífið varð til og sumir fræðimenn vilja til dæmis tengja þetta við neðansjávar­ hveri. Nú þrífst lífið nánast alls staðar – í regnskógum, eyðimörkum, í hæstu fjöllum, í mestu hafdjúpum og langt undir yfirborði jarðar. Talið er að nú lifi fleiri en tíu milljónir tegunda lífvera á jörðinni. Á hverju ári uppgötvast nýjar tegundir, en jafnframt hverfa margar aðrar, oftast vegna röskunar á umhverfinu. Það er mikilvægt að varðveita líf­ fræðilegan fjölbreytileika , því að allar tegundir lífvera eru á einn eða annan hátt háðar hver annarri. Röð og regla í lífheiminum Til að auðvelda skilning á því hvernig lífverur hafa þróast hefur þeim verið skipt í hópa. Við skiptinguna hefur verið byggt á útliti og skyld­ leika lífveranna. Á síðari árum hefur meiri áhersla verið lögð á að kort­ leggja erfðaefni lífveranna til að fá sem bestar upplýsingar um skyld­ leikann. Til einföldunar er lífverum skipt í fimm stóra hópa í þessari bók: Bakteríur, þörunga og frumdýr, sveppi og fléttur, plöntur og dýr. Líffræðilegur fjölbreytileiki

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=