Lífheimurinn

8 LÍFIÐ Á JÖRÐINNI Tegundir og ættkvíslir Þegar við skoðum hinar ýmsu plöntur og dýr verður augljóst að það eru ekki einungis frumurnar sem eru í senn bæði líkar og ólíkar. Lífverur eru býsna margvíslegar í útliti. Menn fóru snemma að raða dýrum og plöntum í flokka en þegar komið var fram á 18. öld var þetta gert á skipulagðari hátt en áður þekktist. Sænski líffræðingurinn Carl von Linné varð þekktur fyrir starf sitt við að flokka dýr og plöntur og gefa þeim nafn. Hann flokkaði lífverur meðal annars í ættir , ættkvíslir og tegundir eftir því hversu líkar þær voru. Á þeim tíma var latína tungumál vísindaheimsins og þess vegna gaf Linné plöntum og dýrum bæði latneskt heiti og sænskt. Latneska tegundarheitið er sett saman úr tveimur nöfnum. Hið fyrra segir til um ættkvíslina sem tegundin tilheyrir. Okkar tegund, maður­ inn, heitir til dæmis Homo sapiens. Við tilheyrum ættkvíslinni Homo . Síðara nafnið, oft kallað viðurnafn, segir yfirleitt eitthvað til um tegundina. Latneska orðið sapiens þýðir: sá sem er viti borinn, skynsamur. Önnur algeng viður­ nöfn eru til dæmis vulgaris , sem merkir að viðkomandi tegund er algeng og mar­ itimus sem vísar til þess að tegundin lifir nálægt hafi. Þetta kerfi Linnés er notað enn þann dag í dag og allar tegundir lífvera eru nafngreindar á þennan hátt. Allar algengustu tegundir lífvera hafa fengið íslenskt heiti og það er oft látið nægja, en lat­ neska heiti tegundanna er alþjóðlegt. Hvað er tegund? Til að tilheyra einni og sömu tegundinni verða einstaklingarnir að geta átt saman frjó afkvæmi, en lífvera er frjó ef hún getur átt afkvæmi. Allir menn eru til dæmis af sömu tegund, þótt þeir séu býsna ólíkir í út­ liti. Við vitum það vel að fólk, sem er mjög ólíkt og með mismunandi húðlit, getur eignast börn saman. Allir hundar geta á sama hátt eignast afkvæmi saman, að minnsta kosti fræðilega. Til eru fjölmörg hundakyn , en þau eru öll af sömu tegundinni. Rauðsmári og hvítsmári eru tvær mismunandi tegundir. Þær eru fremur líkar í útliti og tilheyra báðar ættkvísl sem heitir smárar, á latínu Trifolium . Trifolium þýðir sá sem ber þrjú blöð. Pratense vísar til engis og repens merkir sá sem skríður. Rauðsmári, Trifolium pratense Hvítsmári, Trifolium repens

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=