Lífheimurinn

7 Hvað er fruma? Allar lífverur eru gerðar úr frumum. Fruman er minnsta lifandi eining allra lífvera. Frumur eru í meginatriðum af tveimur gerðum. Í annarri gerðinni er erfðaefnið dreift um frymið og afmarkaður frumukjarni er enginn. Þessar frumur kallast dreifkjörnungar . Í hinni gerðinni er erfða­ efnið í sérstökum frumukjarna og þær frumur kallast heilkjörnungar . Bakteríur og sumir heilkjörnungar eru bara úr einni frumu. Aðrar lífverur eru gerðar úr mörgum frumum. Við menn­ irnir erum gerðir úr mörgum milljörðum frumna og þær mynda mismunandi hluta líkamans. Frumurnar eru mjög smáar og þess vegna þurfum við smásjá til þess að geta séð þær í smæstu atriðum. Utan um allar frumur er örþunn himna sem kallast frumuhimna . Gegnum þessa himnu fara öll efni inn í frumuna og út úr henni. Innan himnunnar er vökvi sem kallast umfrymi . Í því eru ýmsir frumuhlutar sem gegna mismunandi hlutverkum. Mikilvægur hluti innan allra frumna nema baktería er frumukjarn­ inn sem geymir erfðaefnið. Í erfðaefninu eru upplýsingar sem ákvarða það sem gerist innan frumunnar og hvernig lífveran vex og þroskast. Plöntufrumur innihalda blaðgrænu Þótt lífverur séu mjög mismunandi í útliti eru frumur þeirra býsna líkar hver annarri. En þó er munur á þeim í nokkrum veigamiklum atriðum. Plöntufrumur eru oft stærri en dýrsfrumur og í þeim eru frumuhlutar sem finnast ekki í frumum dýra. Utan um plöntufrumur er harður frumuveggur sem gefur plöntunum styrk þannig að þær geta staðið uppréttar. Inni í frumunum er safabóla með vatni. Ef laufblöð og greinar hanga er of lítið vatn í safabólunum. Í frumum plantna finnst líka grænt litarefni sem heitir blaðgræna . Þetta efni er í litlum kornum sem heita grænukorn . Blaðgrænan gerir plöntum kleift að ljóstillífa, það er að búa til fæðu með hjálp sólarorku og við þá starfsemi myndast súrefni. Engin blaðgræna er í frumum dýra og þær geta þess vegna ekki búið til fæðu handa sjálfum sér. Dýrin afla sér því fæðu með því að éta aðrar lífverur, lifandi eða dauðar, heilar eða hluta þeirra. Umfrymi Frumukjarni Plöntufrumur geta búið til fæðu með hjálp blaðgrænunnar í grænukornunum og við það myndast súrefni sem nýtist bæði plöntum og dýrum. Plöntufruma Grænukorn með blaðgrænu Frumuveggur Frumuhimna Frumukjarni Safabóla Umfrymi Frumuhimnan umlykur allar frumur. Frumuhimna Dýrsfruma

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=