Kynlíf - Strákar

Það gerist bara allt í einu … þú finnur kannski fyrir blæðingunni … eins og smá útferð eða þú sérð bara smá blóð eða brúnan blett í nærbuxunum eða á klósettpappírnum þegar þú ferð á klósettið. Það er gott ráð að vera búin að fara með mömmu eða öðrum traustum aðila í inn- kaupaferð og fjárfesta í bindum sem þér líst vel á. Þetta er yfirleitt ósköp lítil blæðing til að byrja með … meira eins og ljósrauð eða brúnleit útferð. Á öðrum degi getur blæðingin aukist og hjá sumum er um verulega blæðingu að ræða. Þú getur þurft að skipta um bindi á eins til fjögurra klst. fresti á meðan blæðingin er sem mest. Svo fjarar þetta yfirleitt út á næstu tveimur sólarhringum. Túrverkir Þú getur fengið túrverki á meðan á blæðingum stendur en það er mjög einstakingsbundið. Verkirnir eru vegna kröftugra samdrátta í leginu. Samdrættirnir eru missterkir og m.a. þess vegna finna sumar stelpur bara fyrir litlum seyðingi en aðrar fyrir sárum verkjum. Ráð undir rifi hverju Það eru til ýmis ráð til að létta á verkjunum ef þeir eru bagalegir. Öll hreyfing er til bóta. Hitapoki eða heitt bað eða sturta geta hjálpað þér að slaka á. Óhætt er að taka væg verkjalyf. Spyrðu kynsysturnar Spyrðu mömmu, systur, frænkur og vinkonur hvernig þeim líði á meðan á blæðingum stendur? Hvað finna þær? Hvaða dagar eru erfiðastir? Hvenær blæðir mest? Hve lengi? Hvað gera þær til að létta sér lífið? Nota þær bindi, tappa eða álfabikar? BLÆÐINGAR Tilbúin – ekki tilbúin Ég er mikið að pæla í kynþroskanum. Af hverju verðum við kynþroska svona snemma? Við byrjum á túr og líkaminn er oft tilbúinn til að byrja að ganga með börn, en að öðru leyti erum við alls ekki tilbúin til að verða foreldrar. Af hverju er líkaminn stundum langt á undan vitinu og tilfinningunum í þroska? Er það ekki soldið fríkað? Hvað er náttúran að pæla? Pældu í því ... _______________________________________________________ _______________________________________________________ _______________________________________________________ HVAÐ ER SOLLA AÐ PÆLA? VIÐ ÞROSKUMST HRAÐAR OG HRAÐAR OG HRAÐAR … · Árið 1840 byrjuðu stúlkur að meðaltali 16,5 ára á blæðingum · Árið 1990 byrjuðu stúlkur að meðaltali 12,8 ára á blæðingum · Hvenær er líklegt að dætur ykkar byrji á túr? ______________________________________________________ ______________________________________________________ Egg, egg, egg Þegar kynþroskinn hefst ertu með mikinn fjölda af eggjum sem þú fæddist með, en þau eiga eftir að þroskast og búa sig undir hlutverk sitt, sem er að hitta sæðisfrumu, frjóvgast og verða að nýjum einstaklingi. En það liggur ekki fyrir nema örfáum af öllum eggjunum að verða börn. Það er líka eins gott því upphaflega eru eggin í eggjastokkunum um það bil 400.000. Þar af ná hugsanlega 4–500 egg að þroskast og komast inn í legið. 16 AÐ BYRJA Á TÚR … DÍSA DJÚPVITRA Að byrja á túr Stelpur geta byrjað á blæðingum allt frá níu ára aldri, sem er mjög snemmt, en þær sem byrja seint geta verið orðnar 18. Flestar stúlkur byrja á blæðingum í kringum 13 til 14 ára aldurinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=