Kynlíf - Strákar

Stelpur Píkusögur Í leikritinu Píkusögur eru sagðar sögur af konum úr öllum áttum, sem hafa mismunandi reynslu af píkunum sínum. Sumar konurnar segja frá ánægjulegu sambandi við þær, aðrar hafa alist upp við skömm á kynfærum sínum. Hér eru nokkrar tilvitnanir í konurnar í leikritinu. Kona 2 „Ein konan, 72 ára gömul, hafði aldrei séð píkuna á sér. Hún hafði meira að segja aldrei snert á sér píkuna nema þegar hún var að þvo sér í sturtunni, og aldrei bara til að snerta hana. Hún hafði aldrei fengið fullnægingu. Þegar hún var 72 ára fór hún í þerapíu og einn daginn þegar hún kom heim af námskeiðinu kveikti hún á kertum, fór í bað, spilaði róandi tónlist og uppgötvaði á sér píkuna. Hún sagði að það hefði tekið hana meira en klukkutíma vegna þess að hún var komin með liðagigt, en þegar hún loksins fann á sér snípinn sagðist hún hafa farið að gráta af gleði.“ Kona 1 Píkan mín er skel, ávöl bleik mjúk skel sem opnast og lokast, lokast og opnast. Píkan mín er blómstur, sérkennilegur túlípani, ofurnæmur innst og djúpur, með ljúfsæta angan. Blómblöðin eru mjúk en þykk. Kona 3 Snípurinn, köllun hans er aðeins ein. Hann er eina líffæri líkamans sem er þarna eingöngu ánægjunnar vegna. Snípurinn er ekkert annað en taugabúnt: 8000 taugaendar, sé nákvæmni gætt. Það eru fleiri taugaendar en á nokkrum öðrum einum stað í líkamanum, fleiri en í fingurgómum, vörum og tungu og það er tvisvar, tvisvar, tvisvar sinnum fleiri en í typpinu. Hver vill nota teygjubyssu ef maður hefur góðan riffil? (Úr Píkusögum eftir Eve Ensler) Píkur eru margs konar og ótrúlega mismunandi að gerð, lit og lögun. Eins og andlitin, eru píkur mismunandi eftir aldri og kynþætti. Þær eru mismunandi á litinn, þær eru framarlega eða aftarlega, þær eru þykkar eða þunnar, langar eða breiðar, útlægar eða inndregnar, barmamiklar eða litlar, loðnar eða hárlitlar og framvegis. Ekkert af þessu skiptir máli varðandi unaðinn af kynlífinu. Það eina sem raunverulega skiptir máli er að þú sért ánægð með þína píku. PÍKUR eru jafn fjölbreyttar í útliti og KVENANDLITIN í heiminum 15 Sænska listakonan Ylva Maria Thompson hefur í listsköpun sinni gert gifsafsteypur af píkum. Þar kemur mjög vel fram hve ólíkar þær eru. Til að ná sem skýrustum formum var nauðsynlegt að eyða öllum hárum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=