Kynlíf - Strákar

40654 Þetta blað er ætlað unglingum til einkanota! Hér er rætt um kynlíf í víðustu merkingu orðsins – kynhvöt, sjálfsfróun, píkur, typpi, kossa, kelerí, kynörvun, standpínu, sjálfsmynd, tilfinningar, fullnægingu, kynhneigð, sambönd, samfarir, smokka … Hér gefst tækifæri til að skoða sjálfan sig og hugmyndir sínar um kynlíf og sjálfan sig sem kynveru. Við setjum tilfinningarnar á dagskrá og skoðum skapsveiflurnar – óttann og reiðina, ást og höfnun, samskipti og sambönd. Einnig veltum við fyrir okkur skilaboðum samfélagsins og þeim hugmyndum sem birtast okkur um kynlíf í umhverfinu. Hér skoðum við nokkrar grundvallarspurningar: · Er kynþroskinn fagnaðarefni? · Hvað finnst þér um sjálfsfróun, kelerí, munnmök, samfarir …? · Er kynhvötin til gagns og gamans eða bara vandræðaleg? · Hvernig veit ég hvort ég er hommi eða lesbía? · Af hverju óttumst við höfnun? · Er svitalykt kynörvandi? · Er skammarlegt að nefna eigin líkamshluta? · Sköllótt kynfæri – fyrir hvern? · Skiptir stærðin máli? · Hver ræður því hvað þú sérð þegar þú lítur í spegil? Þessu blaði er ætlað að svara mörgum spurningum sem ef til vill leita á þig í tengslum við kynþroskann, en líka að vekja þig til umhugsunar og fá þig til að spyrja enn fleiri spurninga og leita svara við þeim. Vonandi verða þessar pælingar til þess að þú kynnist líkama þínum og eigir heilbrigt og ánægjulegt kynlíf um ókomna framtíð. Njóttu vel! Með kveðju, Ásdís Olsen

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=