Kyn, kynlíf og allt hitt - Rafbók

159 stelpa. En af því að það eru fleiri en þessir tveir kostir, þá er kyn alltaf meira en það. Sumt fólk segir að kyn sé eitthvað sem við lærum. En aðrir segja að kyn sé eitthvað sem við fæðumst með. Hvaðan sem það kemur og hvað sem það er, þá er kyn eitthvað sem fólk upplifir innra með sér, nokkuð sem við getum sýnt að utan með því hvernig við klæðum okkur, hvernig við hegðum okkur og hvað við gerum. Kyn er líka eitthvað sem annað fólk mun ætla okkur, jafnvel þó að við séum ekki sammála því, vegna þess hvað því finnst um það hvernig við klæðum okkur, lítum út og hegðum okkur. Það eru mörg mismunandi orð sem fólk notar til að lýsa kyni sínu, meðal annars orð eins og karl, kona, kvár, strákur, stelpa, stálp, hinsegin, trans, kynsegin, flæðigerva og vífguma. Sumir frumbyggjar Norður-Ameríku nota hugtakið „tveggja anda“, sem á við um mjög gamla hugmynd um að sum okkar séu meira en bara eitthvað eitt þegar kemur að kyni. Trans Manneskja sem var kallaður strákur en veit að hún er stelpa – eða manneskja sem var kölluð stelpa en veit að hún er strákur börn. Skoðaðu kaflann: Strákar, stelpur, við öll, ef þú vilt vita meira um þetta. Þessi orð eru nokkur hugtakanna sem notuð eru til að lýsa krökkum sem hafa kyn, kynvitund eða kyntjáningu sem passar ekki við væntingar annarra. Intersex Það er auðvelt að halda að það séu bara tveir möguleikar fyrir kyn: karlkyn og kvenkyn. En líkamar okkar eru miklu áhugaverðari en það! Mörg okkar hafa líkama sem eru ekki taldir karlkyns eða kvenkyns á dæmigerðan hátt. Kyneinkenni vísa til litninga, kynkirtla og líffærafræðilegra sérkenna manneskju eins og æxlunarfæra og uppbyggingar kynfæra. Fólk sem er með ódæmigerð kyneinkenni er intersex. Intersex einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega kven- eða karlkyns. Stundum kemur þetta í ljós þegar barn fæðist og stundum tekur enginn eftir þessu þangað til síðar (venjulega eftir kynþroska). Eins og allir líkamar, þá eru intersex líkamar mismunandi og það er allt í lagi. Þeir eru ekki rangir eða slæmir. – gæti kallað sig trans þegar hún stækkar og lærir meira um sjálfa sig og hver hún er. Sumt fólk sem er kallað strákur eða stelpa – en upplifir að hvorugt passi – gæti líka valið orðið trans eða orðið kynsegin. Sumt fólk veit þetta fyrir víst þegar það er mjög ungt en aðra tekur lengri tíma að átta sig á þessu. Kynsegin Sumt fólk sem upplifir sig bæði karlkyns og kvenkyns eða hvorki karlkyns né kvenkyns gæti kallað sig kynsegin. Kynsegin er hugtak undir regnhlífarhugtakinu trans. Stálp er orð yfir kynsegin barn og kvár orð yfir fullorðna kynsegin manneskju. Sumt kynsegin fólk notar kynhlutlaus fornöfn eins og hán. Sís Manneskja sem var kallaður strákur og veit að hún er strákur – eða manneskja sem var kölluð stelpa og veit að hún er stelpa – gæti kallað sig sís þegar hún stækkar og lærir meira um sjálfa sig og hver hún er. Kynskapandi, kynjakönnuður, ódæmigerð kyntjáning Eftir að þú fæðist væntir fólk þess stundum að þú klæðir þig á ákveðinn hátt, eignist ákveðna vini og viljir leika á ákveðinn hátt byggt á kyni þínu. Það virkar fyrir sum börn. En ekki fyrir önnur Hver pi arf ordskýringar? Ég bý bara sjálfur til mín eigin ord. Ordskýringar eru listi af ordum med skýringum á pi ví hvad hvert ord pi ýdir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=