Kyn, kynlíf og allt hitt - Rafbók

Kynlíf er ekki eina skrýtna orðið. Það er hægt að segja að öll orð séu skrýtin því að þýðing þeirra breytist með tímanum. Og tvær manneskjur gætu notað sama orðið en ekki meint það sama. Að koma fram við fólk af virðingu, trausti, ánægju og réttlæti þýðir að læra hvað orð merkja fyrir annað fólk og reyna að nota orð þannig að þau hjálpi og særi ekki. Það verða ekki allir sammála um skilgreiningarnar hér á síðunni en við þurfum öll stað til að byrja á. Ef þú hefur einhverja fullorðna til að tala við gætirðu viljað spyrja þau hvað þau halda að þessi orð þýði. Þegar þið eruð orðin fullorðin gætu sum orðanna í þessari bók þýtt eitthvað allt annað en það sem þau þýða í dag. Það sem er svo spennandi er að þið getið orðið hluti af þeirri breytingu. Samkynhneigð, hommi og lesbía Þegar karl finnur hrifningu, ást og/eða kynferðislegar tilfinningar gagnvart öðrum körlum, gæti hann kallað sig homma eða samkynhneigðan. Þegar kona finnur hrifningu, ást og/eða kynferðislegar tilfinningar gagnvart öðrum konum gæti hún kallað sig lesbíu eða samkynhneigða. Tvíkynhneigð Þegar manneskja finnur hrifningu, ást og/eða kynferðislegar tilfinningar gagnvart körlum og konum og fólki sem er eitthvað annað en karl eða kona, gæti hún kallað sig tvíkynhneigða. Pankynhneigð eða persónuhrifning Þegar manneskja finnur hrifningu, ást og/eða kynferðislegar tilfinningar gagnvart öðrum manneskjum af hvaða kyni sem er, gæti hún kallað sig pankynhneigða. Gagnkynhneigð Þegar karl finnur hrifningu, ást og/eða kynferðislegar tilfinningar gagnvart konum – og þegar kona finnur hrifningu, ást og/eða kynferðislegar tilfinningar gagnvart körlum – gætu þau kallað sig gagnkynhneigð. Hinsegin Sumt fólk upplifir að ekkert af orðunum hér fyrir ofan passar við þau. Þeim líkar kannski ekki við reglurnar sem annað fólk setur um það hvernig þau upplifa sig og hverjum þau hrífast af, elska og/ eða finna kynferðislegar tilfinningar gagnvart. Sumt af þessu fólki gæti kallað sig hinsegin. Hinsegin er líka regnhlífarhugtak yfir öll þau sem upplifa sig ekki gagnkynhneigð og/ eða sís og þau sem falla ekki inn í það sem telst hefðbundið kyn eða kynhlutverk. Eikynhneigð – Þegar manneskja upplifir ekki kynferðislegar tilfinningar gagnvart öðrum manneskjum, gætu hún kallað sig eikynhneigða. Kynþroski Tímabil þegar líkami þinn byrjar að breytast hraðar en áður. Margar þessara breytinga varða kynfærin. Þetta er líka það tímabil sem það hvernig þér líður og þú hugsar, sérstaklega um kynlíf, getur breyst. Kynþroski á sér venjulega stað á nokkrum árum og byrjar venjulega einhvern tímann milli áttunda afmælisdagsins og þess fjórtánda. Kynlíf Orð sem lýsir mörgum mismunandi athöfnum sem venjulega fela í sér snertingu, sem fólk gerir til að líða vel í líkama sínum og til að upplifa nánd með annarri manneskju. Kynæxlun Orð sem fólk notar til að lýsa því þegar manneskja með líkama sem ber egg og önnur með líkama sem ber sæði hittast til þess að sæðið og eggið sameinist. Þetta er ein leið til þess að fullorðnir geti búið til barn. Kyn Orðið kyn getur haft þrjár merkingar. Kyn lýsir líkama okkar og kyneinkennum: ef manneskja er sögð karlkyns eða kvenkyns við fæðingu, þá er það kallað kyn hennar. Stundum tölum við um úthlutað kyn þar sem okkur er úthlutað kyni við fæðingu af ljósmóður eða lækni út frá þeim kyneinkennum sem þau sjá. Kyn á líka við um kynvitund eða þína eigin upplifun af þínu kyni. Kyn getur líka snúist um kyngervi og kyntjáningu. Kyngervi snýst um hugmyndir samfélagsins, hvernig annað fólk sér okkur, og kyntjáning á við um það hvernig við tjáum kyn okkar. Fólk er ekki alltaf sammála um hvað kyn þýðir nákvæmlega. Flest fólk myndi segja að kyn hafi eitthvað að gera með það að vera strákur eða 158 Ordskýringar? Hvad er pi ad? Ordskýringar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=