Kveikjur

81 Hvað vitið þið um ævintýri? Hvaða ævintýri þekkið þið, bæði íslensk og erlend? Hvernig er dæmigert ævintýri? Hvaða sögupersónur eru nauðsynlegar? Hvernig mega sögupersónurnar vera? Hvernig eiga þær að vera? Hvaða reglur gilda um þær? Hvernig eiga tengslin á milli sögupersóna að vera? Í hvaða tíð á frásögnin að vera? Hvað einkennir atburðarásina umfram annað? Hvað þarf atburðarásin að innihalda? Ævintýri er því í raun ekkert annað en safn af staðalmyndum – og staðalmyndir eru eins konar fordómar okkar eða fastar hugmyndir um það hvernig hlutirnir eiga að vera. Hér á eftir er eitt af þekktustu íslensku ævintýrunum. Hafðu í huga við lesturinn hvað er dæmigert og hvað ekki; hvað þú kannast við og hvað kemur á óvart; á hvað þetta ævintýri minnir þig. Mundu einnig að allar sögur eiga sér skýrt upphaf, miðju og endi (inngang, meginmál og lokaorð), þótt sum þessara atriða komi ekki fram í sjálfri frásögninni heldur t.d. í forsögunni sem er ósögð. For-dómar merkir í raun að dæma fyrir fram og gefa sér að eitthvað sé svona eða hinsegin, án mikilla upplýsinga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=