Kveikjur

72 Lýsingar, beinar og óbeinar Í kaflanum um Elías er engin bein lýsing á persónum í upphafi en við vitum þó ýmislegt um hann og aðrar aukapersónur. Hugleiddu hvað þú veist um persónurnar eftir fyrsta kaflann. Mundu að tilsvör og hegðun gefur oft margt til kynna um skapgerð og persónuleika. Lýst eftir Elíasi Foreldrar Elíasar höfðu af því miklar áhyggjur að hann myndi ekki skila sér heill heim. Segjum sem svo að áhyggjur þeirra hafi ekki verið að ástæðulausu og nú er langt liðið á kvöld og Elías enn ekki kominn heim. • Settu þig í spor foreldra hans og skrifaðu niður lýsingu á Elíasi sem á að birta í kvöldfréttum sjónvarpsins og á fréttasíðum netsins. Hafðu í huga að ókunnugir þurfa að þekkja Elías af lýsingunni. Hvað þarf að koma fram? • Þú getur nýtt þér gátlista fyrir ritun á bls. 175. Skrifaðu fréttina! Skrifaðu 70–100 orða fyndna frétt með fyrirsögninni: „Ungur drengur bjargast í náttúruhamförum vegna góðrar tannhirðu.“ Mundu gátlista fyrir ritun á bls. 175. Elías er aðalpersóna í sögunni Elías (annað væri auðvitað mjög óeðlilegt). Aðalpersónan er sú persóna sem hefur stærsta hlutverkið í sögunni; sú sem atburðir hennar snúast um. Algengt er að aðalpersónan sé ein en svo geta verið margar aukapersónur sem hafa mismikið vægi eða hlutverk. Stundum eiga þessar aukapersónur að miðla ákveðinni lífssýn eða lífsspeki; að vera einskonar fulltrúar ólíkra sjónarmiða. Afar misjafnt er hversu miklar upplýsingar höfundar gefa um útlit og innræti persónanna í sögunum. Stundum er þeim vel lýst með góðri upptalningu í upphafi (bein lýsing) en stundum eru lesendur sjálfir látnir finna út hvers konar persónur þetta eru með lestrinum á sögunni (óbein lýsing). Þegar fréttir eru skrifaðar er gott að hafa í huga h-in fimm: Hvað gerðist? Hvar átti atvikið sér stað? Hvenær gerðist það? Hvernig atvikaðist það? Hvers vegna gerðist það? 15. 13. 14.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=