Kveikjur

71 Bein lýsing / óbein lýsing Þegar verið er að lýsa fólki er það ýmist gert með beinum eða óbeinum hætti, allt eftir hvað hentar hverju sinni. Bein lýsing: Þá er persónu lýst beint, s.s. útliti, innræti og hegðun. Beinni lýsingu er oft tekið sem staðreynd. Óbein lýsing: Persónu er lýst út frá framkomu, hegðun, orðum og gerðum og lesandi (eða áhorfandi) fær sjálfur að gera sér hugmyndir um hvernig persónan er út frá þeim upplýsingum. Bein lýsing: Ólöf er ljóshærð, há og einstaklega stríðin en afar ljúf. Óbein lýsing: Hárið á henni upplitaðist yfir sumartímann, svo mjög að það varð næstum glært. Buxnaskálmarnar náðu niður á miðja kálfa og Ólöf þurfti að beygja sig þegar hún kyssti afa sinn á vangann. En hún hafði ekki þroskast upp úr hrekkjunum. Aldrei mátti hún neitt aumt sjá og var ævinlega fyrst til að rétta hjálparhönd, sér í lagi þeim sem minna máttu sín. 11. Skrifaðu jákvæða lýsingu á einum bekkjarfélaga. Lýstu einkennum, hæfileikum og styrkleikum hans en slepptu útlitslýsingum. Notaðu bæði beina og óbeina lýsingu. Byrjaðu á orðunum: „Bekkjarfélagi minn er …“ svo ekki komi fram hvort hann er strákur eða stelpa. Þegar þú hefur lesið lýsinguna fyrir bekkinn kemur í ljós hversu góð lýsingin þín er. Þekkja bekkjarsystkinin þann sem þú lýstir? Helstu einkenni lýsingarorða eru að þau fallbeygjast, geta staðið í öllum kynjum og stigbreytast. Nokkur lýsingarorð stigbreytast ekki. Þau enda öll á -a eða -i. Dæmi: andvaka – hugsi – sammála – miðaldra. Regluleg Óregluleg stigbreyting stigbreyting frumstig fallegur ljúf vont mikill miðstig fallegri ljúfari verra meiri efsta stig fallegastur ljúfust verst mestur 12. Stigbreyttu orðin greind, venjulegur, gott, skrýtin, gamall og margvíslegar. Taktu eftir því hvernig merking orðanna breytist eftir því í hvaða stigi þau eru.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=